Aðgangur að netinu er lykill að sjálfbærri þróun

0
508
Internetaccess main

Internetaccess main

6.september 2016. Almennur aðgangur að internetinu getur skipt sköpum um hvort heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun verður náð að sögn Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðunum hefur samþykkt ályktun um mannréttindi á netinu, þar sem bent er á nýja og spennandi möguleika sem tengjast Sjáflbæru þróunarmarkmiðunum.

Í ályktuninni er bent á að útbreiðsla netsins geti reynst þung á metunum, því aðgangur að upplýsingum, samskiptatækni og hnattrænum tengslum, geti hraðað þróun .

Internetaccess 2Eitt af sjálfbæru þróunarmarkmiðunum (númer 9) kveður á um að efla skuli innviði og í undirmarkmiði segir að stefnt sé að því sérstaklega að auka verulega aðgang að upplýsingum og samskiptatækni og leitast við að minnst þróuðu ríki heims hafi almennan aðgang að internetinu á viðráðanlegu verði fyrir 2020.

Þá er bent á í ályktun Mannréttindaráðsins að aðgangur að netinu og samskiptatækni, geti stuðlað að valdeflingu kvenna og stúlkna með því að auka stafræna læsi og auka þátttöku þeirra í menntun og þjálfun í að nota upplýsingar og samskiptatækni. Slíkt myndi síðan greiða leiðina fyrir konur og stúlkur til að hasla sér völl í vísindum og upplýsinga og samskiptatækni.

Í ályktuninni er Zeid Ra´ad al Hussein, Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna falið að taka saman skýrslu um hvernig hægt sé að brúa bilið í aðgengi að stafrænni tækni frá sjónarhóli mannréttinda.

Brasilía, Nígería, Svíþjóð, Túnis, Tyrkland og Bandaríkin stóðu að baki ályktuninni.

Myndir: Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna skipuleggur tölvuþjálfun á verndarsvæði fyrir almenna borgara í Juba í Suður-Súdan. UN Photo/JC McIlwaine.

UNMIL hefur skipulagt tölvuþjálfun fyrir unga Líberíubúa í Monrovia.. UN Photo/Staton Winter.