Djassinn dunar frá New Orleans til Neskaupsstaðar

0
855

Tónlist er í hávegum höfð á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Samt sem áður kemur mörgum spánskt fyrir sjónir hve djass-tónlist hefur fallið í frjóan jarðveg svo fjarri  suðupotti afrískrar og evrópskrar tónlistar í New Orleans  í sunnanverðum Bandaríkjunum. Alþjóðlegi djass-dagurinn er haldinn 30.apríl ár hvert.

Tónlist er græðandi og þjappar samfélögum saman. Þótt COVID-19 hafa grafið undan jafnt tónleikahöldurum sem tónlistarmönnum lfir jazz-tónlistin svo sannarlega góðu lífi.

UNESCO og Sameinuðu þjóðirnar halda nú upp á djass-daginn í tíunda skiptið. Tilgangurinn er að vekja fólk til vitundar um djass í þágu menntunar og afl til að skapa samúð, samræðu og samvinnu á milli þjóða.  .

Jazz á Norðurlöndum

Alþjóða jazz-dagurinn
Malin Wättring. Mynd: Amanda Elsa Larsson

Djass hefur lifað góðu lífi á Norðurlöndum í meir en hálfa öld. Sænska jass-sambandið var stofnað 1948, ekki svo löngu eftir að djass-tónlistin nam land í Evrópu.

„Djassinn í Svíþjóð snérist mikið um djass-klúbba í upphafi og þannig er það að miklu leyti enn í dag,”  segir Louise Nordgren, hjá sænska djass-sambandinu.

Samfélag djass-geggjara hefur sáð fræjum og vakið áhuga almennings á djassi.  Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa.

„Það eru ótrúlega margir hæfileikaríkir djass-tónlistarmenn í Svíþjóð,” segir Nordgren.

Ég bara vissi”

Malin Wättring hefur getið sér gott orð sem saxafónleikar og lagahöfundur. Hún lærði á allt annað hljóðfæri sem barn og hafði engan áhuga á djassi í fyrstu.

Alþjóða jazz-dagurinn„Ég lærði á fiðlu í æsku en mér fannst það hljóðfæri aldrei eiga við mig. Þegar ég var 16 gaf pabbi mér plötu með Wayne Shorter og ég þoldi hana ekki!“

En töfrar djassins áttu eftir ná tökum á henni og hún féll fyrir tónlistinni og skipti um hljóðfæri.  Wättring man vel eftir því þetgar hún féll fyrir saxafóninum tíu ára gömul.

„Pabbi söng Ray Charles lög með hljómsveitinni Bohuslän Big Band. Ég var á tónleikum og þegar ég heyrði í saxafónunum…þá bara vissi ég….”, segir hún.

Og í áranna rás, eftir því sem hún þróaðist sem tónlistarmaður, togaði jazzinn sífellt meir í hana. „Djassinn vann á  og í dag er Wayne Shorter ein helsta fyrirmynd mín,“ segir Wättring.

COVID-19 er í senn tækifæri og vandamál

Alþjóða jazz-dagurinnTónlist hefur eins og svo margar atvinnugreinar orðið fyrir skakkaföllum af völdum heimsfaraldursins.

Sænska djass-sambandið hefur stutt við bakið á félögum sínum, tónleikahöldurum og tónlistarmönnum.

„Þetta hefur valdið miklum búsifjum hjá þeim sem geta ekki troðið upp í heimalandinu eða erlendis,“ segir Nordgren. „Og langmestur hluti teknanna kemur frá tónleikahaldi en ekki plötusölu.“

Margir tónlistarmenn og aðrir sem tengjast tónleikahaldi hafa orðið að leita á önnur mið til að afla sér tekna. Erfitt er að segja hvaða langtíma áhrif heimsfaraldurinn hefur á tónlistarheiminn.

Þegar tónleikasalir opnast að fullu er líklegt að tónlista hafi breyst og þróast í kjölfar COVID-19 .

„Það hefur alltaf áhrif á tónlistina þegar heiminum er snúið á hvolf,“ segir Nordgren.

Og það þarf auðvitað ekki að vera alslæmt fyrir tónlistarmenn að hafa orðið að taka sér hlé frá annasömu tónleikahaldi og spilamennsku.

„Þetta óumbeðna hlé hefur gefið mér tíma til að hlaða batteríin og efla sköpunargleðina,“ segir Wättring.  „Og ástríðan fyrir tónlist er jafn mikil og fyrir faraldur.“

Hátíðahöld á netinu

Alþjóða jazz-dagurinn
Markmið hátíðarinnar á Alþjóðlega djass-daginn er að tengja fólk saman. Jazz er aflvaki tjáningarfrelsis og sköpunargleði, brúar bil á milli fólks, kynja og kynþátta.

„Tónlistin gefur mér tækifæri til að hitta fólk, bæði tónlistarmenn og áheyrendur. Djassinn er mér leiðarljós í lífinu,“ segir Wättring.

Alþjóðlegir djass-dagurinn er haldinn um allan heim frá New Orleans til Buenos Aries og Mogadishu til Irkutsk. Flestir atburðirnir eru haldnir á netinu og má finna lista yfir þá hér.  

Hæst ber stjörnutónleika alþjóðlega jazz-dagsins sem hefjast klukkan níu á föstudagskvöld og  má nálgast hér.  Herbie Hancock er listrænn stjórnandi en á meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Dee Dee Bridgewater, John McLaughlin, Alex Acuña og Angélique Kidjo.

Wättring treður upp með kvartetti sínum Malin Wättring 4. Hér má fylgjast með  hátíðahöldum hjá nágrönnum okkar Svíum.