Frakkland gagnrýnt fyrir aðgerðir gegn Roma

0
453

roma-se-europe

30. ágúst 2012. Mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að franska ríkisstjórnin verði að fara eftir evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum í aðgerðum gegn fólki af Roma-kyni. Undanfarið hefur franska ríkisstjornin rekið Roma-fólk á brott frá tímabundnum heimkynnum og rekið suma úr landi.

“Brottrekstur heldur áfram og fjölskyldum er stefnt í voða,” segja fjórir sérstakir erindrekar sem fjalla um málefni minnihluta, farandfólks, húsnæðismál og kynþáttahatur í sameiginlegri yfirlýsingu. “Brottekrstur með valdbeitingu er ekki viðeigandi úrræði og bjóoða verður upp á valkosti í samræmi við mannréttindaviðmið,” segir Raquel Rolnik, sérstakur erindreki um viðunandi húsnæði. “Lagalegir varnaglar verða að vera fyrir hendi, þar á meðal ákvæði um að tryggja annað viðunandi húsnæði til að tryggja að einstaklingar, sérstaklega börn, konur og veikt eða fatlað fólk sé ekki skilið eftir berskjaldað og á götunni.”

Fjölmörg dæmi eru um brottrekstra úr húsnæði og úr landi í Lille, Lyon og París í ágústmánuði að sögn frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla og virðist ekkert lát á. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna minna á að svipaðum aðgerðum í ágúst 2010 var harðlega mótmælt á evrópskum og alþjóðlegum vettvangi. “Þessar fréttir eru mjög ískyggilegar sérstaklega vegna þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Roma-fólk er rekið hópum saman frá Frakklandi á grundvelli uppruna síns,” segir Rita Izsák, óháður sérfræðingur SÞ um málefni minnihlutahópa. “Roma eru þegnar Evrópusambandsins og einna mest berskjaldaðir allra minnihlutahópa. Því miður sýna þessar aðgerðir að þeir njóta ekki alltaf sömu réttinda um ferðafrelsi og frelsi til búsetu og aðrir og enn er mismunað gegn þeim.”

François Crépeau, sérstaki erindrekinn um málefni farandfólks benti á að “lokatakmarkið virðist vera að reka samfélög farandfólks af Roma-kyni” frá Frakklandi. Hann bendir á að “slíkur hóp-brottrekstur er bannaður samkvæmt alþjóðalögum.”

Mynd: Roma fólk á undir högg að sækja víða í Evrópu. Mynd: UNHCR/L. Taylor