Stund jarðar

0
478

eh 6029. mars 2012: Framkvæmdastjóri SÞ ætlar að slökkva ljósin hjá sér á meðan á Earth Hour stendur til stuðnings sjálfbærrar orkuframleiðslu. „Við munum slökkva öll ljósin á öllum SÞ skristfofum á meðan á Earth Hour stendur. Við viljum sýna stuðning okkar við að tryggja það að allir hafi aðgang að orku sem er unnin á sjálfbæran hátt.”, segir Ban Ki-moon.

Earth Hour hófst árið 2007 þegar WWF í Ástralíu hvatti Syndey búa til að sýna stuðning við baráttuna gegn loftlagsbreytingum. Framtakið sýndi að allir, allt frá börnum til framkvæmdastjóra og stjórnmálamanna, hafa valdið til að breyta heiminum. Í Syndey í Ástralíu, tóku 2.2 milljónir manna og yfir 2.200 fyrirtæki sig saman um að slökkva ljósin í eina klukkustund til að berjast gegn loftlagsbreytingum. Nú hefur Earth Hour orðið að alþjóðlegum viðburði sem er skipulagður á síðasta laugardegi í mars á ári hverju.

Árið 2011 markaði Earth Hour upphafið að nýjung – „going Beyond the Hour” til að sýna skuldbindingu við varanlegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Með því valdi sem tenglsanet búa yfir, er hægt að ná til enn fleiri þátttakenda.

Það eru meiri en 90% líkur á því jörðin hafi hlýnað síðustu 250 árin af manna völdum, samkvæmt matsskýrslu frá árinu 2007 sem unnin var af Milliríkjavettvangi um lofslagsbreytingar (IPCC) – samtök sem samanstanda af þúsundum sjálfstæðra vísindamanna um allan heim. Að sama skapi er niðustaða skýrslu WWF „Living Planet Report”,að ofneysla matar, neysluvarnings, jarðefnaeldsneytis og óendurnýtanlegra auðlinda

hefur haft gífurleg áhrif á jörðina, umfram getu hennar til að halda okkur uppi.

Earth Hour er á þeirri skoðun að táknrænt gildi klukkutímans skipti sköpum við að safna saman fólki og samfélögum umhverfis jörðina. Árið 2012, skapaði Earth Hour „Iwill if You Will“, vettvang sem hvetur einstaklinga til að deila með vinum, samstarfsmönnum, leiðtogum og tenglsanetum stuðningi sínum við málstaðinn. Earth Hour styður einnig og kynnir mörg önnur frumkvöðlaverkefni víðs vegar um heiminn.

Earth Hour er þitt tækifæri til að sýna stuðning við breytingar sem hluti af alþjóðasamfélagi. Earth Hour biður fólk eingöngu um að slökkva á ónauðsynlegum ljósum í eina klukkustund, ekki ljós sem hafa áhrif á almannaöryggi.