FRAMKVÆMDASTJÓRINN ÁVARP Á LOKADEGI DAG HAMMARSKJÖLD -FUNDAHRINU

0
1021

New York , 2.febrúar 2006

(Flutt af Shashi Tharoor,
Aðstoðarframkvæmdastjóra á sviði samskipta og almannatengsla)

Í dag lýkur fundahrinu sem var sérstaklega viðeigandi að halda í tilefni af sextugsafmæli Sameinuðu þjóðanna og hundruðustu ártíð Dag Hammarskjöld. Við höfum verið minnt á hve mikill hugsjónamaður Dag Hammarskjöld var á mörgum sviðum. Hann hafði þegar á sínum tíma skilning á því að þróun,öryggi og mannréttindi voru ekki einangruð markmið heldur styddu hvort annað og væru háð hvort öðru.  Hann skildi að á okkar tímum þar sem allt tengist innbyrðis, gæti mannskepnan ekki notið öryggis án þróunar, ekki þróunar án öryggis og hvorugs án virðingar fyrir mannréttindum. . Og hann skildi að til þess að hrinda þessum skilningi í framkvæmd væri þörf á öflugum Sameinuðum þjóðum og raunverulegrar samstöðu á milli ríkja og þjóða sem ynnu saman að þessu marki.

Þessi grundvallaratriði eru það leiðarljós sem Sameinuðu þjóðirnar hafa fylgt á sextugasta afmælisári sínu. Þetta var líka það leiðarljós sem Hammarskjöld fylgdi óþreytandi á sínum tíma. 

Dag H ammarskjöld var einnig baráttumaður fyrir sjálfstæði embættismanna, “sem fylgdu einungis sameiginlegum markmiðum og reglum sem samtökin hefðu sett.” Í dag störfum við í anda þessara orða.

Umfang starfsemis Sameinuðu þjóðanna hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og við þurfum á starfsfólki á heimsmælikvarða að halda til að takast á við áskoranir á heimsvísu.  Nú í dag reynum við að laða til starfa og halda í, alþjóðlega embættismenn sem helga starfskrafta sína Sameinuðu þjóðunum og fjölskyldu SÞ. Við förum fram á það við aðildarríkin að þau veiti framkvæmdastjóranum umboð til að reka samtökin á skilvirkan hátt og hann sé svo aftur ábyrgur og standi skil á verkum sínum gagnvart þeim.  

Af þessum sökum gleðst ég yfir því að síðasti fundur í Dag Hammarskjöld-fyrirlestra og samræðuhrinunni fjalli um efnið: “Alþjóðlegi embættismaðurinn: þá og nú, hugmynd og reynsla”.  Það er einkar viðeigandi að fjallað skuli um efnið með samræðum forseta Allsherjarþingsins  Jan Eliasson and Sir Brian Urquhart –alþjóðlegs embættismanns par excellence og aldursforseta okkar allra.  Þetta er viðeigandi lokanóta til að ljúka þesssari hrinu en hún hefur verið okkur öllum innblástur sem köllum okkur alþjóðlega embættismenn í þeirri viðleitni okkar að gera Sameinuðu þjóðirnar að eins skilvirku tæki og hægt er í þágu þeirra þjóða sem við þjónum.