Friður og öryggi

0
673

bannerpeace.jpg

Eitt helsta markmið Sameinuðu þjóðanna er að stuðla að heimsfriði. Aðildarríkin gangast undir það í sáttmála SÞ að leysa ágreiningsefni sín á friðsamlegan hátt og forðast að hóta eða beita valdi gegn öðrum ríkjum.

peaceandsecurity.jpgÁ liðnum árum hafa Sameinuðu þjóðirnar leikið lykilhlutverk í því að stilla til friðar þegar soðið hefur upp úr á alþjóðlegum vettvangi og leysa langvinnar deilur. Þær hafa tekið að sér flókin verkefni á sviði friðarumleitanna, friðargæslu og mannúðaraðstoðar. Þær hafa unnið að því að hindra að deilur blossi upp. Og eftir styrjaldarátök hefur það í sívaxandi mæli tekið að sér að ráðast að rótum deilna og leggja grunn að varanlegum friði.

Nánari upplýsingar á ensku: