Hvað gera SÞ fyrir friðinn …

0
546

Aðgerðir þær sem SÞ geta beitt til að koma á friði eru margvíslegar; ákvörðun öryggisráðsins um vopnahlé og tillögur um hvernig ljúka megi stríði … tilboð um hlutlausa aðstoð aðalritarans … samkomulag undirbúið af sáttasemjara … óformleg sambönd með milligöngu leynilegra stjórnarerindreka … sendisveit skipuð mönnum sem hafa það hlutverk að afla staðreynda um ágreiningsefni … sendinefndir áheyrnarfulltrúa eða friðargæslusveitir með liðsstyrkjum frá aðildarríkjunum undir stjórn SÞ.

konfliktFCgreetEDFsm1a.jpg Þörfin fyrir friðargæslusveitir SÞ hefur aukist gífurlega á seinustu árum. Á tímabilinu 2003-2006 var efnt til 5 nýrra friðargæsluverkefn.

Í byrjun ársins 2006 voru því sem næst 71.500 hermenn við störf á vegum SÞ, hernaðareftirlitsmenn og borgaralegir lögreglumenn frá 108 löndum í ýmsum heimshlutum. Meira en 750.000 friðarhermenn hafa starfað í þágu SÞ síðan árið 1948 og yfir 2.200 hafa látist. Mörg þúsund almennra borgara hafa einnig unnið í þjónustu SÞ.

Hlutverk aðalframkvæmdastjóra
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur veigamiklu hlutverki að gegna í friðarskapandi verkefnum, bæði með persónulegu framlagi sínu og fyrir milligöngu sérstakra fulltrúa eða hópa sem hann notfærir sér til ákveðinna verkefna svo sem samningaviðræðna eða upplýsingaöflunar. Hann getur einnig beint athygli öryggisráðsins að vissum verkefnum sem kunna að ógna alþjóðlegum friði og öryggi.

Aðalritarinn hafði milligöngu um að varðveita friðinn í Kúbu-deilunni árið 1962, og með sérlegum fulltrúa sínum stuðlaði hann að því að tryggja vopnahlé í Dominikanska lýðveldinu árið 1965 og – í samvinnu við stjórn Afrísku einingarsamtakanna (OAU) – að semja friðaráætlun fyrir Vestur-Sahara árið 1988, áætlun sem leiddi til vopnahlés á þessu svæði árið 1991.

Afvopnun
SÞ vinna að því að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og minnka fjölda árásarvopna og hefur það að lokamarkmiði að eyða öllum slíkum vopnum. Alþjóðasamtökin hafa frá upphafi verið vettvangur fyrir afvopnunarviðræður, þau hafa lagt fram tillögur og látið gera kannanir. Samningaviðræður hafa átt sér stað milli þjóða og í fjölþjóðastofnunum svo sem á afvopnunarráðstefnunni sem heldur reglulega fundi í Genf.

Samkvæmt samningnum um stöðvun útbreiðslu kjarnorkuvopna (Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear Weapons, NPT), sem hefur verið samþykktur af rúmlega 170 löndum, hafa kjarnorkuvopnaþjóðirnar skuldbundið sig til að sjá ekki öðrum löndum fyrir kjarnorkuvopnum og að vinna að áframhaldandi afvopnun á þessu sviði. Ríki sem ekki hafa kjarnorkuvopn hafa samþykkt að þróa hvorki né útvega sér slík vopn. Samningurinn sem var gerður undir forystu SÞ gekk í gildi 1970.

11 Mikilvægt skref í þá átt að hindra áframhaldandi útbreiðslu kjarnorkuvopna var tekið árið 1995, þegar framhaldsráðstefna ákvað að framlengja samninginn um óákveðinn tíma.

Aðrir samningar hafa verið gerðir um að banna kjarnorkutilraunasprengingar í andrúmsloftinu, í himingeimnum og neðansjávar (1963), banna kjarnorkuvopn í himingeimnum (1967) og á hafsbotni (1971), hindra þróun, framleiðslu og geymslu sýklavopna (1972) og efnavopna (1992) og að banna eða takmarka vissar aðrar tegundir vopna. Gerður hefur verið samningur um að minnka fjölda hefðbundinna vopna í Evrópu (1990).