Fullnægjandi húsnæði er mannréttindi

0
567
Mainpic habitatday resized

Mainpic habitatday resized
3.október 2016.Aðgangur að fullnægjandi húsnæði er vandamál sem verður sífellt brýnna að takast á við eftir því sem straumur fólks eykst um allan heim.

Um fjórðungur borgarbúa heims búa í fátækrahverfum og ósamþykktum byggðum.

Sífellt fleiri, aðallega fátækasta fólk heims, búa í ótryggu húsnæði og leysa húsnæðisvanda sinn utan skipulags og kerfis. Talið er að þörf sé á einum milljarði nýrra húseininga fyrir 2025 til að hýsa 50 milljónir borgarbúa sem bætast við á hverju ári.

HabitatDay resized1Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að beina kastljósinu að þemanu Húsnæði í fyrirrúmi á Alþjóða mannvistardeginum (World Habitat Day), sem haldinn er fyrsta mánudag í október ár hvert. Október er raunar allur helgaður lífi í borgum (Urban October) og er tilgangurinn að minna á að það er á okkar allra valdi og ábyrgð að móta framtíð borga okkar og bæja.

Rétturinn til sómasamlegs húsnæði hefur verið viðurkenndur sem hluti af mannréttindum í alþjóðlegum mannréttindalögum og reglum og nægir að nefna Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Sómasamlegt húsnæði felur í sér meira en að hafa fjórir veggir og þak, fullnægja þarf ýmsum öðrum skilyrðum. 

Markmið Mannvistardagsins 2016 eru að vekja fólk til vitundar um þörf á fullnægjandi húsnæði í borgum, bættan aðgang fátækra og þeirra sem standa höllum fæti að húsnæði. Þá er minnt á ellefta lið Sjálfæbæru þróunarmarkmiðanna þar sem tekist er á við líf í borgum og mannvist.

Loks er þess að geta að Habitat III ráðstefnan verður haldin í Quito í Ekvador dagana 17.til Pic2 Habitatday resized20.október næstkomandi.

„Nú þegar ríki heims hefst handa við hrinda í framkvæmd Áætlun 2030 um sjálfbæra þróun skitpir Habitat III miklu máli,“ segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í tilefni Mannvistardagsins. „Áætlun 2030 er heildstæður og samþættur vegvísir um frið, velmegun, reisn og tækifæri fyrir alla á heilbrigðri plánetu. Hvort við náum að framkvæma Sjálfbæru þróunarmarkmiðin 17 veltur að miklu leyti á þvi hvort okkur tekst að gera borgir og mannvistarsvæði, örugg og sjálfbær í þágu allra.“

Myndir: kona horfir út um glugga á Madagaskar 2008.  
Fátækrahverfi í Mzambarauni, Kilifi í Kení. UN-Habitat/Julius Mwelu