Jörðin fullnægir þörfum okkar en ekki græðgi allra

0
614
nonviolence main

nonviolence main
30.september 2016. Hugsjónir Mahatma Gandhi eru í hávegum hafðar þegar haldið er upp á Alþjóðlegan dag ofbeldisleysis 2.október ár hvert, á fæðingardegi sjálfstæðishetju Indverja.

Gandhi var ekki aðeins pólitískur leiðtogi heldur einnig upphafsmaður heimspeki og baráttuaðferðar sem einkennist af ofbeldisleysi. Kjarna hugsunarinnar orðaði Gandhi svo árið 1927: „Ég myndi fórna lífi mínu fyrir margan málstað, en ég myndi ekki drepa fyrir neinn.”

Nonviolence2Hugmyndafræði ofbeldisleysi snýst um að hafna líkamlegu ofbeldi sem baráttuaðferði í þágu félagslegra- eða pólitískra breytinga. Þessi aðferð er stundum nefnd friðsöm andspyrna. Fjöldahreyfingar um allan heim hafa notað aðferðir Gandhis í baráttu fyrir félagslegu réttlæti.

„Við vitum öll að virðing fyrir öðrum er mikilvæg í speki ofbeldisleysi, en hún er ekki markmið í sjálfu sér,“ segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni af degi ofbeldisleysis. Hann fagnaði því að sjálfbærni hefið verið valin sem þema dagsins að þessu sinni.

„Í öllu sínu starfi hafði Gandhi í heiðri skyldur okkar við alla lifandi hluti. Hann minnti okkur á „að jörðin fullnægir þörfum allra, en ekki græðgi allra.“ Gandhi skoraði okkur einnig á hólm um að vera sjálf aflvakar þeirra breytinga sem við óskum eftir í heiminum.“

Myndir: Skúlptúrinn Ofbeldisleysi eftir sænska listamanninn Carl Fredrik Reuterswärd er gjöf ríkisstjórnar Lúxemborgar til Sameinuðu þjóðanna.  UN Photo/Pernaca Sudhakaran.

Anand Sharma, utanríkisráðherra Indlands lagði fram tillögu um dag ofbeldisleysi árið 2007 sem Allsherjarþingið samþykkti. UN Photo/Paulo Filgueiras.