Fæðingar-pípusár: martröð ófrískrar konu

0
524
Odette Kusiku Mbaku Maswaku right received a fistula repair surgery at a UNFPA supported hospital in the DRC. Photo Robin Hammond Panos

 Odette Kusiku Mbaku Maswaku right received a fistula repair surgery at a UNFPA supported hospital in the DRC. Photo Robin Hammond Panos

20.maí 2016. Aðeins 58% kvenna í þróunarríkjum njóta aðstoðar hjúkrunarfólks við fæðingar.

Í 15% tilvika krefjast þunganir íhlutunar hjúkrunarfólks, þar á meðal þegar verðandi móðir fær fæðingar-pípusár (fistula). Hér er um að ræða gat sem myndast í fæðingarveggnum við langvinnar hríðir. Afleiðingarnar eru að konan missir stjórn á hægðum og barnið fæðist oftast andvana.

Slík smán fylgir þessu víða að konur fara í felur. Samfélagið snýr baki við konum sem geta ekki haft stjórn á hægðum sínum. Fylgifiskarnir eru oft og tíðum þunglyndi, félagsleg einangrun, fátækt og jafnvel sjálfsvíg.

Margar konur glíma við þetta ástand svo árum skiptir jafnvel í áratugi vegna þess að þær hafa ekki ráð á skurðaðgerði sem í flestum tilfellum nægir til að uppræta pípusárið. Meðalkostnaður við aðgerð vegna fæðingar-pípusára nemur um 400 Bandaríkjadölum. Stundum vita konur ekki einu sinni af því að aðgerðir séu í boði.

Svo margar konur með fæðingar-pipusár eru ýmist í felum eða ósýnilegar á jaðri samfélagsins að margir stjórnendur, og jafnvel heilbrigðisstarfsmenn, hafa vanmetið umfang og alvarleika vandans. Forvarnir eru lykilatriði til að uppræta megin fæðingar-pípusár sem verið hefur nánast útrýmt í Evrópu og Norður-Ameríku.

UNFPA, Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna hrinti af stað herferð árið 2003 til höfuðs þessari vá í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Síðan þá hafa 38 ríki lokið við að gera útttekt á vandanum og 57 þúsund konur hafa fengið meðferð við fæðingar-pípusári með beinum stuðningi UNFPA. Ein af talskonum herferðarinnaer er María Danaprinsessa. 

23.maí er Alþjóðadagur til að binda enda á fæðingar-pípusár. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í ávarpi í tilefni dagsins að það sé framkvæmanlegt að uppræta fæðingar-pípusár. „Fæðingar-pípusár heyra sögunni til í há- og meðaltekju-ríkjum um allan heim, þannig að við vitum að hægt er að útrýma þessum vanda í hverju einasta ríki heims.”

Mynd: Odette Kusiku Mbaku Maswaku (til hægri) fékk meðferð við fæðingar-pípusári á sjúkrahúsi í Kongó með stuðningi UNFPA.Mynd/Robin Hammond Panos