Nefnd SÞ hvetur til aðgerða gegn Erítreu

0
513
Erit4rea34

Erit4rea34

9.júní 2016. Kerfisbundnir og umfangsmiklir glæpir gegn mannkyninu hafa verið framdir í Erítreu undanfarin 25 ár.

Í nýrri skýrslu Rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna á mannréttindum í Erítreu segir að glæpir hafi verið framdir í fangelsum, þjálfunarbúðum hersins og annars staðar í landinu. kerfisbundinn og umfang.

Eritrea1Dæmi eru um að fólk hafi verið hneppt í þrældóm, þvinguð mannshvörf, ofsóknir, nauðganir, morð og annan ómannúðlegan verknað. Að sögn nefndarinnar hafa stjórnvöld með þessu reynt að skjóta fólki skelk í bringu og bæla niður andstöðu allt frá því Erítrea fékk sjálfstæði árið 1991.

Eritrea3

,,Eritrea er alræðisríki. Hvorki óháð dómsvald, né þjóðþing, né aðrar lýðræðislegar stofnanir þrífast í landinu,” segir Mike Smith, formaður rannsóknarnefndarinnar. ,,Réttarríki er ekki til í Erítreu og þar hefur þrifist refsileysi gagnvart glæpum gegn m

,,Það eru engar líkur á að dómskerfi Erítreu láti afbrotamennina sæta ábyrgð á sanngjarnan og gagnsæjan hátt. Draga verður þá sem framið hafa slíka glæpi fyrir dóm og leyfa röddum fórnarlambanna að heyrast. Alþjóðasamfélaginu ber að grípa í taumana og virkja Alþjóðaglæpadómstólinn, innlenda dómstóla og nota önnur úrræði til að tryggja að hlutaðeigandi sæti ábyrgð fyrir grimmdarverkin sem framin hafa verið í Erítreu,” segir Smith.annkyninu sem hafa verið framdir í aldarfrjórðung. Slíkir glæpir eru framdir enn þann dag í dag.”

Í skýrslunni er vakin athygli á að herþjónusta hefur engin tímamörk, amlenningur sætir handahófskenndum fangelsunum, ættingjar sæta hefndaraðgerðum fyrir meinta andstöðu einstaklinga, ofsóknir á trúarlegum forsendum og vegna uppruna þrífast, sem og ofbeldi og aftökur á grundvelli kynferðis- og kynhneigðar.

Eritrea2Engar framfarir hafa orðið frá því nefndin skilað fyrstu skýrslu sinni fyrir ári. Nefndin hefur ekki fengið leyfi til að ferðast til Erítreu. Skýrslan er unnin á grundvelli vitnisburðar 833 landflótta Eirítreumanna.

Tugir þúsunda Erítreubúa hafa flúið land og leitað hælis í Evrópu.

Myndir frá Erítreu. David Stanley/Flickr/Creative Commons. Attribution 2.0 Generic (CC BY 2.0.)

Mynd af rannsóknarnefnd, frá vinstri Mike Smith, formaður, ásamt nefndarmönnunum, Sheila B. Keetharuth (vinstri) og Victor Dankwa. UN Photo/Kim Haughton

.