Gunnar Bragi talar fyrir hönd Íslands í dag

0
476

 

Gunnar Bragi GA

29.september 2014. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra ávarpar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag í hinum árlegu pólítísku umræðum.

Samkvæmt áætlun ætti Gunnar að vera í ræðustól eftir kl.16.30 að íslenskum tíma,beint á eftir Benjamín Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, en tímasetningar og jafnvel röð ræðumanna riðlast oftar en ekki.
Fylgjast má með ræðuhöldum á Allsherjarþiningu í beinni útsendingu hér.

Hefð er fyrir því að ýmist forsætis- eða utanríkisráðherra flytji ræðu Íslands í þessum umræðum, en að þessu sinni kemur það í hlut utanríkisráðherra.

SigmdSigmundur Davíð Gunnlaugasson, forsætisráðherra talaði hins vegar á sama stað fyrir hönd Íslands á leiðtogafundi um loftslagsmál sem Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna boðaði til 23. september. Gunnar Bragi talaði einnig á sérstökum fundi um fólksfjölgun og þróun (sjá mynd) 22.september. 

Engin föst regla er um hver talar fyrir hönd hvers ríkis. Í sumum tilfellum eru það þjóðhöfðingjar (konungar, drottingar forsetar) sem koma fram fyrir hönd ríkja sinna eða oddvitar ríkisstjórna (forsætisráðherrar eða staðgenglar þeirra), utanríkisráðherrar eða jafnvel fastafulltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum.

Sem dæmi má nefna af Norðurlöndunum talaði Sauli Niinistö, forseti fyrir hönd Finnlands en forsætisráðherrarnir Helle Thorning-Schmidt og Erna Solberg fyrir hönd Danmerkur og Noregs. Athygli vekur að Don Felipe VI Konungur var fulltrúi Spánar að þessu sinni en slíkt er óvenjulegt.

Ein hefð virðist hins vegar föst í sessi. Fulltrúi Brasilíu hefur flutt opnunarræðuna í pólitísku umræðunum allt frá árinu 1947 og réðst það af því að forsæti þingsins hafði komið í hlut landsins þá. Hefur sú hefð haldist að Brasilía ríði á vaðið og Bandaríkjamenn sem gestgjafar fylgi í kjölfarið.

Hverri þjóð eru úthlutaðar fimmtán mínútur til að ávarpa heimsbyggðina en dæmi eru um mun lengri ræður, til dæmis þegar Gaddafí, þáverandi Líbýu-leiðtogi talaði í hálfan annan tíma 2009. Pólitísku umræðunum á Allsherjarþinginu lýkur á morgun. 

Myndir: Gunnar Braqi Sveinsson (SÞ-mynd//Kim Haughton)

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SÞ-mynd/Rick Bajornas)