Guterres hvetur ríki til endurskoða stöðvun framlaga til UNRWA

0
38
Guterres á blaðamannafundi.
Guterres hvetur ríki til að endurskoða afstöðu sína. Mynd. UN Photo/Mark Garten.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameiniuðu þjóðanna hefur hvatt ríki, sem hafa stöðvað framlög sín til Paleastínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA), til að endurskoða afstöðu sína og „tryggja að minnsta kosti áframhaldandi starf UNRWA.“

Um tugur ríkja, þar á meðal Bandaríkin, Bretland, Ísland og Finnland, hafa stöðvað greiðslur til UNRWA tímabundið.

Tafarlausar aðgerðir

Sameinuðu þjóðirnar gripu til tafarlausra aðgerða á föstudag eftir alvarlegar ásakanir á hendur nokkrum starfsmönnum UNRWA um þátttöku í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7.október.  Tilkynnt hefur verið um sérstaka rannsókn innri endurskoðunar Sameinuðu þjóðanna (OIOS) á málinu.

Aya 5 ára gömul stúlka heldur traustataki á dúkkunni sér til hughreystingar um leið og hún skimar eftir hættu á himni í skóla UNRWA á Gasasvæðinu.
Aya 5 ára gömul stúlka heldur traustataki á dúkkunni sér til hughreystingar um leið og hún skimar eftir hættu á himni í skóla UNRWA á Gasasvæðinu. Mynd: UNICEF

Af þeim tólf sem eru flæktir í málið, hafa níu verið nafngreindir, einn er látinn og óljóst er hverjir hinir eru. Níumenningarnir hafa verið reknir.

„Sérhver starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem gerist sekur um þáttöku i hryðjuverkum verður dreginn til ábyrgðar, þar á meðal að sæta saksókn,“ sagði Guterres.

Allsherjar úttekt á UNRWA hafði þegar verið ákveðin

UNRWA hafði tilkynnt 17.janúar að óháð heildarendurskoðun á starfi stofnunarinanr myndi fara fram.

„Ég skil áhyggjurnar enda fylltist ég sjálfur hryllingi við að heyra um þessar ásakanir,“ sagði Guterres. „Ég hvet þær ríkisstjórnir, sem hafa fellt niður framlög sín, til að tryggja, að minnsta kosti, að starf UNRWA haldi áfram.“

Lazzarini gagnrýnir að heilt samfélag sé látið líða fyrir verk nokkurra einstakling
Lazzarini gagnrýnir að heilt samfélag sé látið líða fyrir verk nokkurra einstaklinga. Mynd: UNRWA

Mannúðarstarf í öllum heimshlutanum, og sérstaklega á Gasaströndinni, er í hættu vegna ákvörðunar ríkjanna um að stöðva tímabundið greiðslur til UNRWA, segir forstjóri stofnunarinnar Philippe Lazzarini. „Það er mikið ábyrgðarleysi að láta heila stofnun og allt samfélagið sem hún þjónar, liða fyrir ásakanir um glæpi á hendur nokkrum einstaklingum, sérstaklega þegar stríð, fjöldaflótti og pólitísk kreppa ríkja í heimshlutanum.“

Lazzarini benti á að UNRWA deili starfsmannalista sínum með Ísrael og öðrum ríkjum þar sem stofnunin starfar. Engar athugasemdir hafa borist um nafngreinda starfsmenn.

 „Það er átakanlegt að greiðslur til stofnunarinnar séu stöðvaðar. Hér er um að ræða lítinn hóp starfsmanna og UNRWA sagði þeim upp störfum umsvifalaust og hefur róskað eftir gegnsærri óháðri rannsókn,“ sagði Lazzarini í yfirlýsingu.