Hægt er að koma í veg fyrir þriðja hvert krabbameins tilfelli

0
30
Árið 2022 voru 20 milljón manns greind með krabbamein. 9.7 milljónir létust.
Árið 2022 voru 20 milljón manns greind með krabbamein. 9.7 milljónir létust. Mynd: Angola Harry/Unsplash

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Krabbamein. Tíu milljónir manna í heiminum deyja úr krabbameini á hverju ári. Það eru fleiri andlát en af völdum HIV/alnæmis, mýrarköldu og berkla samanlagt.

Sérfræðingar spá því að talan hækki í þrettán milljónir fyrir 2030. Alþjóða krabbameinsdagurinn er haldinn 4.febrúar ár hvert

Fimmti hver jarðarbúa fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Forvarnir gegn þessum vágesti eru ein af mestu lýðheilsuáskorunum tuttugustu og fyrstu aldarinnar.

Hægt er að koma í veg fyrir þriðjung krabbameinstilfella. Og lækna má annan þriðjung ef hann er greindur nægilega snemma og réttri umönnun er beitt.

 Framfarir

Þekking á krabbameini hefur aldrei verið eins mikil og nú. Þökk sé fjárfestingum í rannsóknum og nýsköpun hafa orðið einstakar framfarir innan læknisfræðinnar, í greiningu og vísindalegri þekkingu.

Aukin þekking greiðir fyrir framförum í að draga úr áhættuþáttum, bæta forvarnir og greiningu, meðferð og hjúkrun.

Lungnakrabbi er algengasta krabbameinið en næst kemur brjóstakrabbamein
Lungnakrabbi er algengasta krabbameinið en næst kemur brjóstakrabbamein. Mynd. National Cancer Institute

Áhrif

Í dag verða tveir þriðju hlutar dauðsfalla af völdum krabbameins í minnst þróuðu ríkjum heims. En jafnvel í ríkjum þar sem tekjur eru hærri, ríkir ójöfnuður. Fleiri dauðsföll verða á meðal hinna tekjulægri, frumbyggja, innflytjenda, flóttamanna og landsbyggðarbúa.

 Með því að auka skilning almennings og stjórnmálamanna á krabbameini, má bæta skilning, kveða í kútinn bábiljur og misskilning og breyta hegðun og viðhorfum. Regluleg markviss hreyfing er nauðsynleg til að viðhalda heilbrigðum líkama og eðlilegum efnaskiptum, sjá nánar hér.

Mynd: Krabbameinsfélagið.

Krabbamein á Íslandi

 Rúmlega helmingur þeirra sem greinast með krabbamein á Íslandi eru 65 ára eða eldri. Um það bil þriðji hver Íslendingur fær krabbamein einhvern tíma á ævinni. 28% dauðsfalla á Íslandi má rekja til krabbameins.

Búist er við að tíðni krabbameins á Íslandi aukist um 52% frá 2020 til 2050.

(Heimild: Krabbameinsfélag Íslands).