UNRWA: hjálparsamtök hvetja ríki til að endurskoða stöðvun fjárframlaga

0
71
Fjölskylda við eyðilagt hús.
Fjölskylda við eyðilagt hús. Mynd: UNRWA

Gasasvæðið. UNRWA. Málsmetandi norræn hjálparsamtökum eru á meðal 28 slíkra samtaka sem birt hafa sameiginlega yfirlýsingu þar sem ýmsir helstu bakhjarlar UNRWA, Palestínuflóttamannahjálparinnar, eru hvattir til að endurskoða stöðvun framlaga.

Þau segjast hafa „miklar áhyggjur og séu miður sín“ yfir ákvörðun ríkjanna. Á meðal þeirra sem undirrita yfirlýsinguna eru  hjálparstofnanir dönsku og norsku kirknanna, flóttamannaráð Danmerkur og Noregs, deildir innan Médecins du Monde, Oxfam og Barnaheill (Save the Children).“

„Við erum felmtri slegin yfir þeirri skeytingarlausu ákvörðun að skera á líflínu til íbúanna í heild sinni. Þessi sömu ríki hafa hvatt til að auka aðstoð við Gasa og krafist verndar fyrir mannúðarstarfsmenn við skyldustörf,“ segja hjálparasamtökin í yfirlýsingunni.

Aðrar stofnanir geta ekki tekið yfir starf UNRWA

Þau minna á að UNRWA eru stærstu mannúðarsamtök á Gasa og að aðrar stofnanir séu ekki í stakk búnar til að taka við dreifingu mannúðaraðstoð. Forstöðumenn stofnana helstu mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna tóku í sama streng í yfirlýsingu í gær.

„Ef ákvörðun um að stöðva fjármögnun er ekki endurskoðuð kann að blasa við algjört hrun mannúðarstarfs á Gasa, sem nú þegar er miklum takmörkunum háð…Ríkjum ber að snúa við þessari ákvörðun, sinna skyldum sínum við palestínsku þjóðina og auka mannúðaraðstoð við nauðstadda óbreytta borgara á Gasa og í þessum heimshluta.“