Heilsa mín -réttur minn

0
13
Þema Alþjóða heilbrigðisdagsins. Heilsa mín - réttindi mín.
Þema Alþjóða heilbrigðisdagsins. Heilsa mín - réttindi mín.

Heilsu milljóna manna um allan heim er í sívaxandi mæli ógnað. Sjúkdómar og hamfarir herja á fólk og valda dauða og örkumlun. Styrjaldarátök leggja líf fólks í rúst, valda dauða, sársauka, hungri og andlegu álagi.

Bruni jarðefnaeldsneyta keyra áfram loftslagsbreytingar og svipta fólk rétti sínum til að anda að sér fersku lofti. Mengað loft innanhúss- og utan kostar mannslíf á fimm sekúndna fresti. Alþjóða heilbrigðisdagurinn er haldinn árlega 7.apríl.

Heilbrigði sem mannréttindi

140 ríki viðurkenna heilbrigði sem mannréttindi í stjórnarskrám sínum. Samt sem áður hafa ríki ekki hrint í framkvæmd eða sett lög sem tryggja að öllum íbúum sé tryggður aðgangur að heilsugæslu. Að minnsta kosti 4.5 milljarðar jarðarbúa nutu ekki að fullu grundvallarheilsugæslu árið 2021.

Af þessum sökum hefur þemað “Heilsa mín, réttur minn,” orðið fyrir valinu sem þema Alþjóða heilbrigðisdagsins 2024.

Með þessu er ætlunin að beina sjónum að réttindum allra, alls staðar til að hafa aðgang að gæða-heilbrigðisþjónustu. Jafnframt að menntun og upplýsingum, auk öruggs drykkjarvatns, hreins lofts, hollri næringu, góðu húsnæði og sómasamlegum vinnu- og umhverfisaðstæðum að ógleymdu frelsi frá mismunun.