Einhverft fólk rekst enn á hindranir

0
109
Quinn, drengur með einhverfu, raðar upp leikföngum sínum skipulega áður en hann fer í háttinn. Mynd: Nancy J Price/Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0
Quinn, drengur með einhverfu, raðar upp leikföngum sínum skipulega áður en hann fer í háttinn. Mynd: Nancy J Price/Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0

Einhverfa er samheiti yfir raskanir sem einkennast að einhverju leyti af erfiðleikum í félagslegu samspili og samskiptum. Hundraðasta hvert barn er með einhverfu. 2.apríl er Alþjóðlegur dagur vitundar um einhverfu.

Einhverfa er röskun í taugaþroska sem kemur yfirleitt fram snemma í barnæsku að því er segir á vefsíðu Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar. Einkenni hennar birtast í félagslegu samspili, máli og tjáskiptum og í sérkennilegri og/eða áráttukenndri hegðun.

Mismunandi fjöldi og styrkleiki einkenna ásamt mikilli breidd í vitsmunaþroska ræður hinu fjölbreytta birtingaformi. Hugtakið röskun á einhverfurófi (e. autism spectrum disorder) nær yfir þennan breytileika.

Fólk með og án einhverfu getur átt í erfiðleikum með gagnkvæman skilning. Þetta er hvorugu að kenna heldur birtingarmynd þess að heilauppbyggingin kann að vera mismunandi. Mynd: MissLunaRose12/Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0
Fólk með og án einhverfu getur átt í erfiðleikum með gagnkvæman skilning. Þetta er hvorugu að kenna heldur birtingarmynd þess að heilauppbyggingin kann að vera mismunandi. Mynd: MissLunaRose12/Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0

Fögnum framlagi fólks með einhverfu

Markmið Alþjóðlegs dags vitundar um einhverfu er að viðurkenna og fagna framlagi einhverfs fólk í hverju landi og hverju samfélagi.

„En um víða veröld rekst einhverft fólk á hindranir í vegi fyrir því að njóta menntunar, atvinnu og félagslegrar þátttöku, þó slíkt eigi að vera tryggt í Alþjóðasáttmála um réttindi fatlaðra og Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi vitundar um einhverfu.

Hæfni og þarfir fólks með einhverfu eru mismunandi og geta tekið breytingum með tímanum. Þótt sumir sem eru með einhverfi geti lifað sjálfstæðu lífi, glíma aðrir við alvarlegar fatlanir og þurfa á ævilöngum stuðningi og umönnun að halda.

Umhverfis og erfafræðilegir þættir

„Ríkisstjórnum ber að sinna grundvallarréttunum og fjárfesta í öflugri stuðningskerfum innan samfélaga, menntun og þjálfun aðgengilegum lausnum sem byggja á tækni í því skyni að fólk með einhverfu njóti sömu réttinda og aðrir,“ segir Guterres í ávarpi sínu.

Vitsmunastig fólks með einhverfu er mjög misunandi; frá verulegri vitsmunaskerðingu til mikilla gáfna.

Vísindalegar rannsóknir benda til að líklega ráði ýmsir þættir því að sum börn eru líklegri til að vera með einhverfu en önnur og eru þar á ferðinni jafnt umhverfislegir sem erfðafræðilegir þættir. Ekki er talið að bólusetningar í æsku ráði neinu um einhverfu.

Sjá nánar um einhverfu, hér, hér og hér