Hvatt til brjóstagjafar á vinnustöðum

0
83
Börnum gefið brjóst
Börnum gefið brjóst Mynd: © WHO/Yoshi Shimizu

Alþjóða brjóstagafarvikan. Brjóstagjöf. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til brjóstagjafar á vinnustöðum í tilefni af alþjóða brjóstagjafarvikunni 1.-7.ágúst.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og  WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segja mikilvægt að vinnustaðir temji sér fjölskylduvæna stefnu og búi til umhvefi sem hvetji til brjóstagjafar á vinnustað. Slíkt komi öllum til góða, jafnt mæðrum, börnum sem fyrirtækjunum sjálfum.

Úkraínsk kona með sex mánaða gamalt barn á brjósti.
Úkraínsk kona með sex mánaða gamalt barn á brjósti. Mynd: © UNICEF/Oleksii Filippov

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin stendur fyrir alþjóða brjóstagjafarvikunni. Aðalmarkmiðið er að vekja athygli á mikilvægi brjóstagjafar fyrir líf og þroska barns. Á síðasta áratug hefur hlutfall þeirra barna sem eingöngu nærast á móðurmjólk fyrsta hálfa árið aukist úr 10% í 48%. Þetta erum töluverðar framfari en þó er langt í langd með að ná því takmarki að hlutfallið verði 70% fyrir 2030. Til að svo megi verða þarf samstill átak, þar á meðal á vinnustöðum.

Með barn á brjósti í vinnunni

 Oft og tíðum er það töluvert átak fyrir konur að snúa aftur til vinnu eftir barnsburð með barn á brjósti. Þetta leiðir til þess að þær hætta eða minnka brjóstagjöf fyrr en ella. Hins vegar sýnir reynslan að hægt er að vinna bug á þessu með tilstyrk fyrirtækja.

Fjölskylduvænar aðgerðir á borð við launað fæðingarorfof, brjóstagjafarpásur og sérstök herbergi, skapa aðstæður sem stuðla að því að konur haldi áfram brjóstagjöf.

Rannsóknir benda til að fjölskylduvæn stefna fyrirtækja dragi úr fjarveru mæðra og auki líkur á að halda í kvenkyns starfsfólk. Kostnaður við ráðningar og þjálfun minnkar að sama skapi, stöðugleiki og framleiðni starfsfólks eykst.

Kona gefur brjóst á heilsugæslustöð í Nepa
Kona gefur brjóst á heilsugæslustöð í Nepal. Mynd: © WHO / Christopher Black

Mikilvægi brjóstagjafar fyrir barnið

 Rannsóknir hafa sýnt fram á að brjóstamjólk sé mikilvæg fyrir vöxt og þroska barna. Einnig hefur brjóstagjöfin jákvæð áhrif á móður og á tengsl móður og barns.Barnið fær helstu næringarefni og brjóstamjólkin eflir ónæmiskerfið og forðar barninu frá algengum smitsjókdómum.

Mælt er með að brjóstagjöf hefjist á fyrstu klukkustund eftir fæðingu og haldi áfram í fyrstu sex mánuði æfinnar án viðbótar fæðu eða vökva. Hún getur verið barninu góð fyrstu tvö æviárin að minnsta kosti.