Haítí: Brýnna aðgerða þörf til að binda enda á martröð

0
56
Kona sem flúð hefur heimili sitt þvær þvott í almenningsgarði í Port-au-Prince.
Kona sem flúð hefur heimili sitt þvær þvott í almenningsgarði í Port-au-Prince. Mynd: UNICEF.

Haítí. Haítíbúar lifa nú slíka martröð að António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til aðgerða til að lina þjáningar þeirra.

Sannkölluð óöld ríkir nú á Karíbahafseyjunni að líkja má við hamfarir. Ofbeldi, óöryggi og fátækt herja á íbúana, sem eru hálf tólfta milljón. Vopnaðir vígaflokkar hafa umkringt höfuborgina Port-au-Prince, og nota mannrán og kynferðislegt ofbeldi til að skjóta heilu samfélögunum skelk í bringu. Af þessum sökum hefur fólk hrakist á brott frá heimilum sínum og reynt að flýja land.

María Isabel Salvador sérstakur erindreki aðalframkvæmdastjórans á Haítí flytur öryggisráðinu skýrslu.
María Isabel Salvador sérstakur erindreki aðalframkvæmdastjórans á Haítí flytur öryggisráðinu skýrslu. Mynd: © UN Photo/Loey Felipe.

Þjónusta er af skornum skammti og íbúarnir hafa takmarkaðan aðgang að menntun, mavælum, vatni, heilsugæslu og annarri grunnþjónustu. Fyrir var sárafátækt og fæðuóöryggi landlægt á eynni.

Saga átaka

Margs konar hættuástand hefur ríkt á Haítí undanfarin ár. Saga landsins hefur einkennst af pólítiskum óstöðugleika, efnahagslegum áföllum og náttúruhamförum. Íbúarnir hafa verið berskjaldaðir og átt erfitt með að brjótast út úr vítahring þjáninga.

Jarðskjálftinn mikli 2010 og fellibyljir í kjölfarið grófu undan innviðum landsins og voru vatn á myllu fátæktar.

António Guterres heimsótti Haítí í júní og ræddi við blaðamenn í Port-au-Prince.
António Guterres heimsótti Haítí í júní og ræddi við blaðamenn í Port-au-Prince. Mynd: © Oldy Joël Auguste/BINUH

Þrenns konar aðgerða er þörf á Haítí

 Guterres aðalframkvæmdastjóri segir að aðgerða sé þörf á þrennum sviðum: mannúðaraðstoð, efling öryggis og pólítísakr lausnir.

Mannúðaraðstoð

Haítí þarf  aðstoð til að fullnægja brýnustu mannúðarþörfum íbúanna.

720 milljónir dala þarf til að hjálpa þremur milljónum í þrjá mánuði, en aðeins hefur tekist að afla innan við fjórðungs þeirrar upphæðar.

4.9 milljónir eða um helmingur Haítíbúa glíma við fæðuóöryggi. Því skipta skólamáltíðir WFP miklu máli.
4.9 milljónir eða um helmingur Haítíbúa glíma við fæðuóöryggi. Því skipta skólamáltíðir WFP miklu máli. Mynd: WFP

Efling öryggis

Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt Öryggisráðið og hlutaðeigandi ríki til að skapa nauðsynlegar aðstoæður til að senda fjölþjóðasveit til aðstoðar lögreglu landsins í samræmi við ósk ríkisstjórnarinnar. Hann hvatti til þess að þessari sveit bæri að vera að öflug öryggissveit, en hefði hvorki hernaðarlegt- né pólitískt hlutverk. Hún ætti að vinna við hlið haítísku lögreglunnar við að brjóta á bak aftur og leysa upp glæpagengi og endurreisa öryggi.

Að auki vakti hann athhygli á að þörf væri á frjármögnun, þjálfun og tækjabúnaði fyrir lögregluna til þess að hún geti endurreist vald ríkisins og sinnt nauðsynlegri þjónustu.

Pólítískar lausnir

Langtíma pólitískar lausnir eru nauðsynlegar til þess að yfirvinna þá kreppu sem Haítí glímir við.

Endurreisn lýðræðislegra stofnana og lífvænlegt kosningafrelsiu eru þýðingarmiklar til að tryggja stöðugleika. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt alla féalgslega og pólítiska gerendur á Haítí til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að greiða fyrir nauðsynlegri pólitískri lausn.