Hvatt til setningu stafrænna hátternisreglna

0
118
Alþjóðlegur dagur til höfuðs hatursorðræðu
Mynd: Camilo Jimenez/Unsplash

Hatursorðræða. Veröldin verður að bregðast við því „alvarlega hnattræna tjóni“, sem felst í útbreiðslu ósanninda og hatursorðræðu á netinu, sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í dag er hann kynnti skýrslu um heilindi á stafrænum vettangi.

Mynd: Owen Beard/Unsplash

Í skýrslunni er kynntar nokkrar meginreglur sem gætu þjónað alþjóðlegu átaki um siða- eða hátternisreglur á hvers kyns stafrænum vettvöngum. Hún er tekin saman til undirbúnings samningu hátternisreglna, sem leggja á fram fyrir svokallaðan Leiðtogafund framtíðarinnar á næsta ári. Slíkum reglum væri ætlað að tryggja heilindi og hugsanlegar varnir til að halda aftur af hættunni af viljandi- eða óviljandi rangfærslum og hatursáróðri, en standa á sama tíma vörð um tjáningar- upplýsingafrelsi.

Á meðal hátternisreglnanna eru:

  • Ríkisstjórnir, tæknifyrirtæki og aðrir hlutaðeigandi skuldbindi sig til að láta hjá líða að nota, styðja eða efla rangindi eða hatursorðræðu í hvaða tilgangi sem er.   
  • Ríkisstjórnum ber að tryggja frjálst, lífvænlegt, óháð og fjölbreytilegt fjölmiðlalandslag, og vernda blaðamenn.
  • Öllum málsaðilum ber að grípa til brýnna og tafarlausra aðgerða til að tryggja að gervigreind sé beisluð á öruggan og ábyrgan hátt og með siðfræði að leiðarljósi og í samræmi við mannréttinda-skuldbindingar.
  •  Tæknifyrirtækjum ber að hverfa frá viðskiptaháttum sem leggja áherslu á vinsældir á kostnað mannréttinda, einkalífs og öryggis.
  • Auglýsendum og stafrænum vettvöngum ber að tryggja að auglýsingum sé ekki komið fyrir við hlið rangfærslna, ósanninda eða hatursorðræðu á netinu og að auglýsingum sem innihaldi rangfærslur verði ekki  gert hátt undir höfði.
  • Stafrænum vettvöngum beri að tryggja gegnsæi og veita fræðimönnum og rannsakendum aðgang að tölfræði, en tryggja þó rétt notenda til einkalífs.

Skaði sem þegar er orðinn

Mynd: Jorge Franganillo/Unsplash

“Óttinn við hugsanlega ógn af hraðri þróun gervigreindar má ekki skyggja á þann skaða sem nú þegar er orðinn af því þegar stafrænni tækni er beitt til að breiða út á netinu hatursáróður, rangindi og ósannindi,“ sagði aðalaframkvæmdasjórinn.

Þess má geta að 18.júní er Alþjóðlegur dagur til höfuðs hatursorðræðu.