Jarðskjálftar: Öflugur stuðningur Norðurlanda

0
278
Norðurlönd jarðskjálftar
Björgunarstarf í Aleppo í Sýrlandi. © UNHCR/Hameed Maarouf

Jarðskjálftar. Tyrkland. Sýrland. Norðurlöndin hafa öll brugðist skjótt við og boðið fram aðstoð við Tyrki og Sýrlendinga eftir mannskæðu jarðskjálftana á mánudag. Ríkisstjórnir landanna fimm hafa tilkynnt um myndarlega fjárhagsaðstoð við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og mannúðarsamtök í framlínunni í löndunum tveimur. Auk þess hafa sveitir sérfræðinga verið sendar á vettvang.

Sigurður Ólafur Sigurðsson / Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ísland:  Hópur íslenskra sérfræðinga á sviði aðgerðastjórnunar í rústabjörgun á hamfarasvæðum er væntanlegur til Tyrklands.  Sérfræðingasveitin starfar innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Um er að ræða aðgerðastjórnendur, verkfræðinga og stuðningsteymi. Ísland er virkur þáttakandi sérstaks samstarfsvettvangs á vegum Sameinuðu þjóðanna um rústabjörgun (INSARAG) og er sveitin á viðbragðslista hans.

Til viðbótar við stuðning við hjálpar- og björgunarstarfið í Tyrklandi munu íslensk stjórnvöld styðja fórnarlömb jarðskjálftanna á Sýrlandi í gegnum alþjóðleg hjálparsamtök.

Danmörk:  Almenningur á Norðurlöndunum hefur brugðist skjótt við. Danski rauði krossinn hafði safnað andvirði 200 milljóna íslenskra króna á innan við tveimur dögum. Danska ríkið hefur tilkynnt um aðstoð að andvirði 610 milljóna íslenskra króna. „Framlaginu er ætlað að sinna grundvallarþörfum, svo sem að útvega teppi, svefnpoka, batn, matvæli og í sumum tilfellum reiðufé,“ segir Dan Jørgensen þróunarsamvinnuráðherra Dana.

Finnland: Finnar hafa tilkynnt um 160 miljóna króna framlag til mannúðaraðstoðarvið Tyrkland og Sýrland í gegnum Rauða kross og Rauða hálfmánafélög. Auk mannúðaraðstoðar senda Finnar sérfræðinga í leit og björgun til Tyrklands.

„Mannlegar þjáningar eru skelfilegar á svæðinu og hræðsla við eftirskjálfta gerir illt verra. Finnland vill hjálpa nauðstöddum eins fljótt og hægt er,“ segir  Ville Skinnari þróunarsamvinnuráðherra.

Eftirlifenda leitað í rústum í Aleppo í Sýrlandi.
Eftirlifenda leitað í rústum í Aleppo í Sýrlandi. Mynd: OCHA/Ali Haj Suleiman

Noregur:Jonas Gahr Støre forsætisráðherra hefur tilkynnt um tveggja milljarða og sextíu og sex milljónum betur, framlag Norðmanna til Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og helstu norrænu mannúðarsamtakanna sem vinna að hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðunum. Norðmenn hafa að auki sent sérfræðinga á vettvang.

„Þetta er kapphlaup við tímann og vetrarveður gera ástandið mjög erfitt,“ segir Støre.

Svíþjóð: Sænska ríkisstjórnin hefur tikynnt um tæplega 500 milljóna íslenskra króna framlag til hjálparstars á svæðinu á vegum Rauða kross og rauða hálfmánans og sem framlag tilt il neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (UN Central Emergency Response Fund)

„Kjarnaframlag Svíþjóðar kemur nú þegar að notum og gerir oft gæfumuninn á vettvangi í Tyrklandi og Sýrlandi,“ segir Johan Forssell þróunarsamvinnuráðherra.

Fyrstu sænsku sérfræðingarnir lögðu af stað til Tyrklands innan við sólarhring eftir jarðskjálftann.

Að auki hefur sameiginleg sveit 12 sérfræðingar frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð verið send á vettvang á vegum Evrópusambandsins.