Jólafgangar eru herramannsmatur

0
528
matsvinn jul3nsp 42

matsvinn jul3nsp 42

21.desember 2016. Svo miklu er hent af nýtilegum matvælum í heiminum að útblástur koltvíyserings við ræktun og framleiðslu matar sem fer til spillis, er álíka mikil og heildarlosun stærstu ríkja. Bandaríkin og Kína eru einu ríki sem eru ábyrg fyrir meiri losun en þeirri sem fer í framleiðslu matvæla sem er hent án þess að vera nokkru sinni neytt.

Að mati Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ er um helmingi framleiddra matvæla hent. Talið er að aldrei sé meira hent af mat en í kringum hátíðarnar.

Ef bjargað væri aðeins helmingi þess matar sem fer til spillis þyrfti enginn jarðarbúi að leggjast til hvílu hungraður.
Góðu fréttirnar eru þær að víða er fólk farið að spyrna við fótum. Ekki alls fyrir löngu samþykkti franska þingið lög sem banna stórmörkuðum að fleygja mat, og skyldar þá til að láta matinn renna til góðgerðasamtaka. 


Hins vegar eru það heimilin sem athyglin beinist að um jólin, enda geta víst flestir þegið ráð sem spara fjárútlát, ekki síst á þessum árstíma og ekki verra ef þetta eru umhverfisvæn ráð.

Í Danmörku hefur sjónvarpskokkurinn frægi Louise Lorang lýst yfir stríði á hendur matarsóun en hún starfar með dönsku samtökunum Stöðvum matarsóun.

„Notið afgangana og sleppið hugmyndafluginu lausu í leiðinnni,” segir hún.

„Afgangar þurfa ekki að vera leiðinlegir.”

Hér eru nokkur góð ráð:

• Gerið áætlanir. Takið saman innkaupalista og farið eftir honum.
• Ekki setja of mikinn mat á borðið í einu, bætið heldur við eftir þörfum. Þannig lengist líftími matarins sem ekki hefur verið borinn á borð.
• Kynnið ykkur muninn á síðasta söludegi og síðasta neysludegi, og forðist þannig að henda ætum mat.
• Bjóðið vinum til að koma í mat þar sem hver kemur með það sem hann á til. Þannig ganga afgangarnir út.
• Gerið áætlanir um mat yfir hátíðarnar og skipuleggið í hvaða röð þið borðið matinn, til þess að forðast að þurfa að henda.
• Setjið mat sem er í opnum umbúðum eða er nærri síðasta neysludegi fremst í ísskápinn, þannig að maturi gleymist síður og endi að óþörfu í ruslinu.

Nokkrar áhugaverðar krækjur:

Sóun matvæla: http://www.unric.org/html/english/library/backgrounders/foodwaste_eng.pdf
Herferð UNEP og FAO: Think.Eat.Save: http://www.thinkeatsave.org/