Mannfjöldadagurinn: Jafnrétti kynjanna er í allra þágu

0
84
Talið er að mannkynið verði 10.9 milljarðar um aldamótin 2100. Mynd: Unsplash/Mauro Mora

Alþjóðlegi mannfjöldadagurinn. Jafnrétti kynjanna. Konur og stúlkur eru helmingur mannkyns, en engu að síður eru þær stundum jaðarsettar í umræðum um mannfjölgun og réttindi þeirra fyrir borð borin í stefnumótun. 

Mannfjöldadagurinn er haldinn 11.júlí ár hvert. Að þessu sinni er sjónum beint að þemanu „Að leysa úr læðingi afl jafnréttis kynjanna: að magna upp raddir kvenna og stúlkna til að glæða óendanlega möguleika heimsins.”

Meir en 40% kvenna í heiminum geta ekki tekið ákvarðanir um frósemisheilbrigði og réttindi sín
Meir en 40% kvenna í heiminum geta ekki tekið ákvarðanir um frósemisheilbrigði og réttindi sín. Mynd: © UNFPA Colombia

Konur og stúlka standa víða andspænis kerfisbundnu óréttlæti. Þeim er meinaður aðgangur að menntun, efnahagslegum tækifærum og forystuhlutverkum. Þær fá ekki að taka ákvarðanir um eigin heilsu, kynferði og frjósemi og þær eru útsettar fyrir obeldi, skaðvænlegu atferli og mæðradauða, sem hægt er að koma í veg fyrir.

Til að skapa réttlátari, lífseigari og sjálfbærari heim, er nauðsynlegt að hafa jafnrétti kynjanna í fyrirrúmi. Viðurkenna ber þýðingarmikið hlutverk kvenna og stúlkna í að takast á við lýðfræðilegar áskoranir, loftslagsbreytingar og átök.

„Kynbundin mismunun skaðar alla, konur, stúkur, karla og drengi,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Mannfjöldadaginn. „Fjárfesting í konum er í allra þágu, og allra samfélaga og ríkja.“

Valdefling kvenna og stúlkna

Mæðradauði er einna mestur í Afganistan í heiminum.. UNFPA styður við bakið á þjálfun ljósmæðra
Mæðradauði er einna mestur í Afganistan í heiminum.. UNFPA styður við bakið á þjálfun ljósmæðra. Mynd: © UNFPA Afghanistan

Konum og stúlkum ber að ráða sjálfum yfir frjósemisheilbrigði sínu og réttindum. Aðgangur að heildstæðu heilbrigðiskerfi á sviði kynferðis- og frjósemis, þar á meðal stjórnun fjölskyldustærðar, er þýðingarmikill. Slíkt gerir konum og stúlkum kleift að taka upplýstar ákvarðanir um eigin líkama, skipuleggja fjölskyldur og sinna eigin vellíðan. Þegar konur ráða sinni eigin frjósemi, geta þær tekið fullan þátt í samfélaginu, látið drauma sína rætast og lagt sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar.

Mannfjöldadagurinn

UN Women/Ashutosh Negi
Mynd: UN Women/Ashutosh Negi

 Alþjóðlegi mannfjöldadagurinn er árleg áminning um hversu miklu máli jafnrétti kynjanna skitpir til þess að skapa réttlátan og sjálfbæran heim í þágu allra. Þörf er á að viðurkenna virði og möguleika kvenna og stúlkna, auk þess að tryggja fulla þátttöku þeirra á öllum sviðum lífsins.

Aðalmarkmið Mannfjöldadagsins er að vekja athygli á brýnum og mikilvægum mannfjöldamálefnum. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) hélt þennan dag fyrst 1989 þegar mannkynið var að ná fimm milljarða markinu.

Ljósmæðurnar Lucie Banionia og Lydie Mawelo gefa góð ráð á fæðingardeild í Kinshasa í Kongó.
Ljósmæðurnar Lucie Banionia og Lydie Mawelo gefa góð ráð á fæðingardeild í Kinshasa í Kongó. Mynd: © UNFPA/Junior Mayindu

15.nóvember 2022 varð mannkynið hins vegar 8 milljarðar og verður 8.5 milljarðar fyrir 2030, 9.7 milljarðar 2050 og 10.9 milljarðar 2100.