Úkraína: Samningurinn sem hefur leitt til lækkandi matarverðs í heiminum

0
87
Skip með farm á vegum WFP ætluðum Afganistan bíður eftirlits.
Skip með farm á vegum WFP ætluðum Afganistan bíður eftirlits. Mynd: UN Photo/Levent Kulu

Úkraína. Matvæli. Svarta hafs-frumkvæðið, samningur á milli Russlands, Tyrklands og Úkraínu hefur nú verið í gildi í nálega eitt ár. Samningurinn hefur greitt fyrir útflutningi á milljónum tonna af korni og öðrum matvælum frá úkraínskum höfnum.

Sameinuðu þjóðirnar höfðu hönd í bagga með samningaumleitunum.

Her eru nokkrar lykil-staðreyndir.

Hverju hefur Svarta hafs-frumkvæðið fengið áorkað?

Eftirlistmenn á leið um borð í fllutningaskip
Eftirlitsmenn á leið um borð í fllutningaskip.Mynd: UN.

Nærri einu ári eftir undirritun samnings hafa 32 milljón tonn af matvælum verið flutt frá úkraínskum höfnum við Svarta hafið til 45 ríkja í þremur heimsálfum.

Með því að opna fyrir útflutning frá Úkraínu að hluta, sjóleiðina, hefur verið greitt fyrir því að mikilvægur fæðuútflutningur hefjist að nýju. Þetta hefur leitt til þess að lækka matarverð í heiminum, en það hafði slegið met eftir innrás Rússlands í Úkraínu og fyrir undirritun samningsins.

Fæðuverðs-vísitala Matvæla og landbúnðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO Food Price Index) hefur lækkað stöðugt undanfarið ár og um 23% frá hámarki í mars 2022.

Svarta hafs-frumkvæðið hefur gert Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) kleift að flytja 725 tonn af hveiti til þurfandi fólks í Afganistan, Eþíópíu, Jemen, Kenía, Sómalíu og Súdan. Rúmlega helmingur þessa hveitis sem WFP notaði 2022 kom frá Úkraínu rétt eins og 2021.

Kornuppskera í Baranove nærri Odessa
Kornuppskera í Baranove nærri Odessa. Mynd: © OCHA/Matteo Minasi

Matvælaverð og verðbólga eru enn há? Hvernig hefur frumkvæðið komið sveltandi fólki í heiminum að gagni?

Þótt matvælaverð hafi lækkað skipta margir aðrir þættir máli, þar á meða gengisskráning. Matvælavísitala FAO var 140.6 í júlí 2022 þegar samningurinn var kynntur. Hún hefur lækkað um 11.6% frá undirritun og var 122.3 í juní 2023.

Af hverju ber að halda áfram frumkvæðinu?

Áður en átökin brutust út var Úkraína einn helsti korn-útflytjandi heims og leiðandi í útflutningi á sólblómaolíu. Því er mikilvægt að þessar vörur haldi áfram að ná á markað óhindrað til að halda verðhækkunum í skefjum.

Lítið framboð hefur keðjuverkun fyrir milljónir manna, ekki síst fátækt fólk og er ógn við heilbrigði, menntun og félagslega samheldni.

Er frumkvæðinu ætlað að koma matvælum til lágtekjuríkja í Afríku og annars staðar? Er markmiðið mannúðar- eða viðskiptalegs eðlis?

 Markmiðið er að greiða fyrir útflutningi frá höfnum í Úkraínu. Vörur frá Úkraínu eru seldar um allan heim, þar á meðal í ríkjum sem glíma við fæðuóöryggi. Ekki er gert skilyrði um áfangastað útflutningsvöru. Hins vegar róar útflutningurinn heimsmarkað hvort sem varan fer til ríkra eða fátækra landa og stuðlar að því að milda verðhækkanir á matvælum  matvæla.

Í júlí 2023 fékk WFP, Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, 80% hveitis frá Úkraínu í samræmi við frumkvæðið, en til samanburðar var hlutfallið 50% 2021 og 2022,

 Metin Geze eftirlistmaður SÞ að störfum.
Metin Geze eftirlistmaður SÞ að störfum. Mynd: United Nations.

Hvenær þarf að endurnýja samninginn?

Fyrsti samningurinn var til 120 daga frá og með 22.júlí 2022. Hann var endurnýjaður i jafn langan tíma 18.nóvember.

Enn var hann framlengdur 17.mars 2024 en Rússar féllust aðeins á 60 daga gildistíma og var hann framlengdur í jafn langan tíma 18.maí. Því rennur hann út 17.júlí.

Af hverju hefur dregið úr matvælaútflutningi á síðustu mánuðum?

Útflutningur í tengslum við frumkvæðið hefur minnkað vegna hægvirkara eftirlits, auk þess sem höfnin í Yuzhny/Pivdennyi er ekki lengur hluti af samkomulaginu.

11 skip sættu eftirliti daglega í október 2022 en aðeins 5 að meðaltali frá apríl til júní í ár. Fyrir vikið hefur mánðarlegur útflutningur minnkað úr 4.2 milljónum tonna í október 2022 í 1.3 milljón í maí 2023.