Markmiðin og bankinn, matarsóun og goðafræði

0
835

Desemberútgáfan af Norræna fréttabréfi UNRICs er komin út og má sjá hér að neðan.

Í því er brugðið upp mynd af hæstsetta Norðurlandabúanum hjá Sameinuðu þjóðunum, Grete Faremo frá Noregi hjá UNOPS; segjum söguna af Íslandsbanka, jafnréttinu og heimsmarkmiðunum; og hvernig Andri Snær blandar saman goðafræði og fjölskyldusögu sinni til að segja okkur frá loftslagsbreytingum. Við beinum kastljósi að óþreytandi baráttukonu fyrir réttindum barna, að ógleymdum þjóðráðum til að forðast matarsóun um jólin.