Metfjöldi undirritar Parísar-sáttmála

0
556
Paris agreemen t

Paris agreemen t

8.apríl 2016. Rúmlega 130 ríki munu undirrita formlega Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna við hátíðlega athöfn í New York 22.apríl.

Aldrei hafa fleiri ríki boðað undirritun samdægurs, þegar opnað er fyrir undirritanir, en þar að auki hafa fleiri ríki boðað undirritun um leið og unnt er.

Búist er við að, að minnsta kosti 60 oddvitar ríkja og ríkisstjórna undirriti sáttmálann í New York. Sáttmálinn gengur í gildi 30 dögum eftir að ekki færri en 55 ríki, sem samanlagt bera ábyrgð á 55% af losun gastegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum, hafa undirritað sáttmálann.
Ríki hafa eitt ár til að undirrita sáttmálann frá því hann er opnaður til undirritunar.