Hver á að stýra Sameinuðu þjóðunum?

0
497
651461

651461

11.apríl 2016. Nýr aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna verður valinn í lok árs og á morgun verða frambjóðendur kynntir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

PowerForsetar Allsherjarþingsins og Öryggisráðsins, Mogens Lykketoft og Samantha Power, hafa beitt sér fyrir því að valLykk framkvæmdastjórans verði opnara og gagnsærra en áður. Lykketoft skýrir í eftirfarandi grein hversu rótttæk breyting þetta er. Greinin birtist í dagblöðum víða um heim í dag, þar á meðal í Morgunblaðinu á Íslandi.

Hver á að stýra Sameinuðu þjóðunum? eftir Mogens Lykketoft, forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Á þessu ári velja Sameinuðu þjóðirnar sér nýjan aðalframkvæmdastjóra. Við þurfum að finna besta mögulega einstaklinginn í starfið.

Til þess að gegna þessu starfi þarf viðkomandi karl eða kona – ég sé ekki af hverju besti frambjóðandinn ætti ekki að vera kona – að geta talað röddu fátækasta fólks heims og verið holdgervingur sjálfra hugsjóna og markmiða Sameinuðu þjóðanna.
Sem æðsti diplómat heims, verður aðalframkvæmdastjórinn að færa sér í nyt sjálfstæði sitt, hlutleysi og vigt starfs síns til þess að koma í veg fyrir átök, semja um frið og verja mannréttindi.

KofiTil þess að gegna starfinu þarf viðkomandi að hafa pólitíska stöðu og mikla forystuhæfileika til að geta beitt því áhrifavaldi sem felst í því að geta skotið hvaða málefni sem aðalframkvæmdastjórinn telur geta verið ógn við alþjóðlegan frið og öryggi til Öryggisráðsins.
Þá ber aðalframkvæmdastjóranum sem forstjóra Sameinuðu þjóðanna að hlúa að heiðarleika, réttsýni, hæfni og skilvirkni innan allrar fjölskyldu samtakanna. Hann stýrir risavöxnum samtökum með 10 milljarða dollara útgjöldum, 40 þúsund manna starfsliði og 41 friðargæsluverkefni um allan heim.

Valdamiðstöðvum í heiminum fjölgar á sama tíma og við stöndum frammi fyrir umbreytingu á heimsvísu í átt til sjálfbærrar þróunar. Á slíkum tímamótum er þörf á einstaklingi sem er góðum hæfileikum gæddur hvort heldur sem er í mannlegum samskiptum eða á sviði fjölmiðlunar.

Úrelt valferli
Af þessum sökum hefði maður getað haldið að ferlið við val á aðalframkvæmdastjóra væri eins öflugt, opið og gagnsætt og hugsast getur.
En hingað til hefur þetta alls ekki verið raunin.

Lykk BanFram að þessu hefur engan veginn verið skýrt hvenær valferlið hefst, og þótt ótrúlegt megi virðast, hver sé í framboði. Þá hefur ekki verið til nein formleg starfslýsing og hvorki aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna í heild sinni né almenningi í heiminum hefur gefist tækifæri til að kynnast frambjóðendum á opinn og innihaldsríkan hátt.

Árangurinn: aðildarríki Öryggisráðsins, en þó aðallega þau fimm ríki sem hafa fasta aðild að því, hafa ráðið ráðum sínum bakvið luktar dyr. Niðurstaðan hefur orðið sú að Allsherjarþingið hefur einungis haft táknrænu hlutverki að gegna við val síðustu átta aðalframkvæmdastjóra en enginn þeirra hefur verið kona. Af þessum sökum hefur sumum aðalframkvæmdastjórum verið gefið að sökum (stundum að ósekju) að vera háðir þeim öflum sem þeir ættu að vera óháðir.

Betri leið til að velja næsta aðalframkvæmdastjóra
votingNýlegar breytingar sem öll 193 aðildarríki Allsherjarþingsins hafa samþykkt, gefa okkur raunverulegt tækifæri til þess að gera valið gagnsærra, öflugra, opnara og þegar upp er staðið skilvirkara en áður.

Forseti Öryggisráðsins og ég ýttum úr vör valferli með því að gefa út tilkynningu þar sem hvatt var til þess að framboð lægju fyrir eins fljótt og auðið yrði.

Við tókum saman helstu atriði ferilsins. Við bentum á helstu þætti sem þyrfti að hafa í huga og í ljósi sjö áratuga einokunar karla, hvöttum við aðildarríkin til þess að bjóða fram hvort tveggja konur og karla.

Hingað til hafa sjö frambjóðendur verið kynntir til sögunnar og má finna ferilsskrá þeirra og aðrar upplýsingar sem skipta máli opinberlega á vefsíðu minni.

En ef til vill er besta tækifærið til að snúa við blaðinu þær opnu samræður sem ég mun eiga við frambjóðendur. Fyrstu samræðurnar verða 12. apríl.
Hver frambjóðandi flytur stefnuyfirlýsingu og situr síðan fyrir svörum allra aðildarríkja, auk almannasamtaka, og mun hver samræða standa yfir í tvær klukkustundir í beinni útsendingu á netinu.

Og ég ætlast til að hver sá sem vill í alvöru verða æðsti diplómat heims taki þátt í beinni og opinni samræðu við öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og fólkið sem viðkomandi karl eða kona mun þjóna þegar upp er staðið.

Tækifæri til breytinga
Auðvitað munu þessar nýjungar ekki umbreyta heiminum og þar að auki á enn eftir að ræða mál eins og hversu langt kjörtímabil aðalframkvæmdastjórans á að vera, hvort hann getur boðið sig fram að nýju og hvort Allsherjarþinginu bera að greiða atkvæði um frambjóðendur.

En þessar breytingar munu hugsanlega leggja grunn að gagnsærra og opnara starfi á alþjóðlegum vettvangi. Þær geta aukið líkurnar á því að besti SGmögulegi einstaklingur veljist til þess að stýra Sameinuðu þjóðunum. Hvergi hafa jafn mörg ríki heims sinn fulltrúa og á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem er lýðræðislegasti vettvangur ákvarðanatöku í heiminum. Þessar nýjungar gefa Allsherjarþinginu tækifæri til að ganga í endurnýjun lífdaga og endurheimta sín fyrri áhrif.

Þetta gæti verið mikil breyting til hins betra þegar glímt er við svo margar áskoranir á heimsvísu, sem raun ber vitni. Þannig að ég skora á ykkur, almenning í heiminum, að færa ykkur netið í nyt, taka þátt á samskiptamiðlum og láta rödd ykkar heyrast til að þess að hjálpa okkur að finna allra besta mögulega frambjóðandann í starf aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, því heimurinn þarf á því að halda.

Höfundur er forseti 70. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna