Mikil fjölgun árása á skóla og sjúkrahús

0
97
Börn og stríð
Ungt barn snæðir máltíð í búðum fyrir uppflosnað fólk í norður Kivu héraði í Lýðveldinu Kongó. Mynd:   © UNICEF/Jospin Benekire

Börn í stríðsátökum. Árásum á skóla og sjúkrahús fjölgaði um 112% árið 2022 miðað við fyrra ár að sögn Sameinuðu þjóðanna.

 Virginia Gamba sérstakur erindreki um börn og vopnuð átök segir í ársskýrslu embættis síns að alls hafi 27180 dæmi um brot á alþjóðlegum lögum um börn og vopnuð átök verið skráð. Þetta er mikil aukning, en búast má við að dæmin séu miklu fleiri, því hér er einungis um að ræða staðfest tilfelli.

Brotin eru ferns konar: beiting barna í vígasveitum, barnsrán, börn sem eru drepin eða særð og kynferðislegt ofbeldi.

Verstu dæmin

Drengir eiga hlut að máli í tveimur þriðju tilfella á 24 átakasvæðum. Alls voru 8831 barn drepið eða sært og 7622 þvinguð til starfa í herjum eða vígasveitum.

Gamba sagði frá því á blaðamannafundi að flest dæmi um brot væru í Lýðveldinu Kongnó, Ísrael, Palestínu, Sómalíu, Sýrlandi, Úkraínu, Afganistan og Jemen.

Ástandið hefur versnað mest í Myanmar, Suður-Súdan og Burkina Faso.

 Skólar og sjúkrahús

Alls voru 1163 árásir á sjúkrahús og 647 árásir á sjúkrahús skráð og staðfest, sem er sem fyrr segir 112% aukning frá 2021.

Gamba segir að það afar alvarlega þróun að hvort tveggja herir og vígasveitir leggi undir sig skólahúsnæði í ríkum mæli. Þau ættu að vera „friðarsvæði“ að mati erindrekans.

Nærri 2500 börn sættu fangavist en slíkt ætti að forðast í lengstu lög og einungis í eins skamman tíma og mögulegt er að henanr mati.

Rússland bætist við á svarta listanum

Gamba segir að rússneskum hersveitum og vígasveitum  tengdum Rússum í Úkraínu hafi verið b ætt við á lista yfir sökudólga. Mörg dæmi væru um árásir þeirra á sjúkrahús og skóla og barnadráp í hernaðaraðgerðum þeirra.

Hún sagði mikið mannfall hafa orðið vegna notkunar Rússa á eldflaugakerfum, loftárásum þeirra og stórskotaliðsárásum á þéttbýli. Hún sagði einnig að aðalframkvæmdastjórinn hefði átalið Úkraínumenn fyrir árásir á skóla og sjúkrahús í stríðinu.  Hún sagði að jafnvel varnaraðgerðum bæri að vera í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög, en lauk hins vegar lofsorði á framfarir Úkraínustjórnar og viðleitni hennar til úrbóta.

Ísrael og Palestína eru ekki á listanum í ár

 Sérstaki erindrekinn sagði að Ísrael og Palestínuríki hefði ekki verið bætt á svartta listann. Árásir á borð við þær sem gerðar voru á þéttbýli í Gasa í maí 2021 endurtóku sig ekki á síðasta ári og heldur ekki eldflaugaárásir á Ísrael. Á hinn bóginn fjölgaði ísraelskum loftárásum 2022 og átök voru sem tíð á vesturbakkanum og herteknu svæðinu, það sem af er þessu ári.