Hvers vegna nýi úthafssáttmálinn skiptir máli

0
123
Kafarar við vísindastörf á Madeira.
Kafarar við vísindastörf á Madeira. © Nuno Vasco Rodrigues/UN World Oceans Day 2023

Úthöf. Mengun. 193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt lagalega bindandi samning um líffræðilegan fjölbreytileika hafsins. Viðræður hafa staðið yfir í nærri tvo áratugi um sameiginlegar aðgerðir til að vernda og tryggja sjálfbærni á úthöfunum utan lögsögu ríkja. „Úthafssamningurinn“  (BBNJ), eins og samningurinn hefur verið kallaður er í samræmi við Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Hann nær yfir tvo þriðju hluta heimshafanna.

Hér eru fimm atriði sem skipta máli:

  1. Ný verndun utan landamæra

Einstök ríki bera ábyrgð á verndun og sjálfbærri nýtingu sjávar innan sinnar lögsögu. Úthöfin njóta nú einnig verndar fyrir skaðlegri þróun á borð við mengun og ósjálfbærum fiskveiðum.

Úthöf
© NOAA/Kevin Lino

Samningurinn, sem Alþjóðlega ráðstefnan um fjölbreytni lífríkis sjávar utan lögsögu ríkja samþykkti, miðar að því að koma stjórn á málefni úthafsins fyrir hönd núverandi og komandi kynslóða.

„Hafið er blóðið í æðum plánetunnar og nú höfum við blásið nýju lífi og vonum í möguleika hafanna til að halda lífi,“ sagði António Guterres fulltrúum ráðstefnunnar eftir samþykkt samningsins á mánudag.

  1. Hreinni höf

Eiturefni og milljónir tonna af plastrusli flæða um vistkerfi stranda, drepa eða særa fisk, skjaldbökur, sjófugla og sjávarspendýr og komast inn í fæðukeðjuna og í fæðu manna.

Rúmlega 17 tonnum af plasti var sturtað í sjóinn árið 2021, eða 85% af rusli í hafinu. Búist er við að þetta magn tvö- eða þrefaldist á ári til 2040 að því er fram kemur í síðustu Heimsmarkmiðaskýrslu.

Hafið hreinsað. Mynd: Synthes3D for The SeaCleaners

Samningurinn miðar að þvi að auka þolgæða og inniheldur ákvæði um að mengunarvaldar borgi fyrir skaða sem þeir valda, auk verkferla til að úrskurða um deilumál.

Samningurinn gerir ráð fyrir að samningsaðilar meti hugsanleg efnahagsleg áhrif áætlaðra aðgerða utan lögsögu sinnar.

  1. Sjálfbær nýting fiskistofna

Bráðnun hafíss er mikið áhyggjuefni
Bráðnun hafíss er mikið áhyggjuefni. © NASA/Kathryn Hansen

Rúmlega þriðjungur fiskistofna eru ofveiddir í heiminum að mati Sameinuðu þjóðanna.

Samningurinn undirstrikar mikilvægi þess að auka þekkingu og hæfni og dreifingu á tækniþekkingu í sjávarútvegi. Þar á meðal er mikilvægt að efla þróun og hæfni stofnana og bæta regluverk og verkferla ríkja.

  1. Lækkun hitastigs

Örplast. Mynd: © Chesapeake Bay Program/Will Parson

Hlýnun hafsins veldur fleiri og skæðari ofsveðrum, hækkandi yfirborði sjávar og aukinni seltu strandsvæða og vatnsgengra jarðlaga.

Í samningnum felst ráðgjöf um hvernig taka ber á skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga og súrnun hafsins og fleira.

  1. Blásið nýju lífi í Heimsmarkmiðin

Sum markmið samningsins ná yfir Heimsmarkmið númer 14. Stefnt er að því að koma í veg fyrir og minnka verulega hvers kyns mengun hafsins fyrir 2025. Binda ber enda á rányrkju á fiskistofnum með vísindalegum áætlunum til að endurreisa fiskstofna, eins fljótt og auðið er.

Samningurinn greiðir fyrir úrræðum á borð við svæðisbundin verndarsvæði.