Minnumst þeirra sem týndu lífi

0
485
IMD2015PBNr 1

IMD2015PBNr 1
17.desember 2015. Fólk um allan heim er hvatt til þess að safnast saman á morgun og minnast þeirra flóttamanna og farandfólks sem látið hefur lífið með hörmulegum hætti á þessu ári. Alþjóðadagur farandfólks er haldinn 18.desember ár hvert.

„Ársins 2015 verður minnst sem árs mikilla mannlegra þjáninga og harmleiks farandfólks,” segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni alþjóðadagsins.

Undanfarna 12 mánuði hafa meir en 5 þúsund manns í heiminum, konur, karlar og börn látið lífið í leit sinni að vernd og betra lífi, þar á meðal 3,671 á Miðjarðarhafi á leið til Evrópu.

„Tugir þúsunda hafa sætt arðráni, misnotkun og mansali. Og milljónir hafa verið gerðar að blórabögglum og skotmark útlendingahaturs og gífuryrða hrakspámanna,“ segir aðalframkvæmdastjórinn.

IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, hvetur fólk til þess að kveikja á kertum á morgun á Alþjóðadegi farandfólks til að minnast þeirra sem hafa látið lífið eða horfið í leit sinni að griðastað eftir hættuleg ferðalög yfir höf og eyðimerkur á árinu sem er að líða.

IOM hvetur til þess að fólk beri hvít armbönd með áletruninni #IamaMigrant (gæti útlagst sem #ÉgerFarandverkamaður) , en það er þema dagsins og myllumerki á samskiptamiðlum.

„Við verðum að sjá til þess að lífi þessa fólks hafi ekki verið fórnað til einskis. Við megum ekki gleyma þeim, segir William Swing, forstjóri IOM.
Nýjar tölur Alþjóða vinnumálasambandsins (ILO) benda til að fjöldi farandfólks í heinunum sé um 150 milljónir í öllum heiminum.

„Við verðum að tryggja öruggan farveg fyrir fólksflutninga, þar á meða sameiningu fjölskyldna, hreyfanleika vinnuafls af öllu tagi, aukna möguleika til að flytja fólk á milli svæða og menntunarmöguleika fyrir börn og fullorðna,“ segir Ban Ki-moon í ávarpi sínu.

 François Crépeau og Francisco Carrión Mena, sérstakir erindrekar Sameinuðu þjóðanna um málefni farandfólks hvetja ríki heims til að skilja á milli útlendingalögreglu annars vegar og opinberrar þjónustu hins vegar þegar að málefnum innflytjenda kemur. Ekki sé hægt að koma í veg fyrir umfangsmikla flutninga fólks og hafa beri í hug að allir njóti mannréttinda.

„Farandfólk hefur, meðal annars, rétt til heibrigðis, menntunar, húsnæðis og sómasamlegrar vinnu, óháð stöðu þeirra sem innflytjenda í því landi sem þeir eru hverju sinni,“ segja erindrekarnir í yfirlýsingu í tilefni Alþjóðadags farandfólks.

Sjá nánar: 

I am a migrant herferðin: http://iamamigrant.org/

Ávarp aðalframkvæmdastjórans: http://www.un.org/press/en/2015/sgsm17421.doc.htm

Alþjóðadagur farandfólks: http://www.un.org/en/events/migrantsday/

Yfirlýsing mannréttindasérfræðinga SÞ:http://www.ohchr.org/EN/NewsEvents/Pages/DisplayNews.aspx?NewsID=16886&LangID=E

Baksvið UNRIC: http://www.unric.org/en/unric-library/29751

Skýrsla ILO um farandfólk: http://www.ilo.org/global/topics/labour-migration/news-statements/WCMS_436140/lang–en/index.htm?utm_content=buffera3941&utm_medium=social&utm_source=twitter.com&utm_campaign=buffer