Neyðaráætlun kynnt – Guterres til Pakistan

0
427
Pakistan flóð
Barn heldur dauðahaldi í eigur sínar í Balúkistan í Pakistan. UNICEF/A. Sami Malik

 Sameinuðu þjóðirnar hafa kynnt neyðaráætlun í þágu Pakistans. Ætlunin er að verja 160 milljónum Bandaríkjadala til að hjálpa landinu að glíma við verstu flóð í marga áratugi, Markmiðið er að koma 5.2 milljónum nauðstaddra til hjálpar. 

Talið er að alls hafi 33 milljónir manna orðið fyrir barðinu á flóðunum. Rúmlega eitt þúsund manns, að stórum hluta börn, hafa týnt lífi frá því miklar rigningar hófust um miðjan júní, að sögn Jens Lærke talsmanns Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum (OCHA).

„Pakistan líður miklar þrautir,“ sagði António Guterres í ávarpi sem flutt var af myndbandi þegar neyðaráætlunin fyrir næstu sex mánuði var kynnt í Islamabad og Genf.

„Fordæmalausar loftslags-hamfarir“

Talsmaður aðalframkvæmdastjórans tilkynnti síðdegis í gær að „vegna þess harmleiks sem milljónir manna glíma við“ muni Guterres halda til landsins á föstudag til að sýna pakistönsku þjóðinni samstöðu.

Í myndbandsávarpinu sagði Guterres að „pakistanska þjóðin stæði frammi fyrir monsúnrigningum á sterum – látlausum hamförum vegna rigninga og flóða.“

Að sögn Lærke, talsmanns OCHA, hafa 500 þúsund hrökklast frá heimilum sínum vegna flóða og hafast við í búðum. Nærri ein milljón heimila hafa orðið fyrir skakkaföllum og 700 þúsund búfjár hefur drepist.

Þá hafa miklar skemmdir orðið á innviðum. Nærri 3500 kílómetrar  vega og 150 brýr hafa skemmst með þeim afleiðingum að íbúarnir eiga óhægt um vik að koma sér á öruggari staði. Þar að auki veldur þetta erfiðeikum við að koma neyðarástand til þurfandi fólks .

Lærke segir að neyðaráætlunin hafi þrjú markmið. „Í fyrsta lagi að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til skila, svo sem hjúkrunarvörum, matvælum, hreinu vatni og húsaskjóli.

„Í öðru lagi að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma, svo sem kóleru og koma næringu til lítilla barna og mæðra þeirra.“

Þriðja atriðið er svo að tryggja að íbúarnir geti haft aðgang að aðstoð og vernd með öryggi og sæmd, og hafa upp á týndum ættingjum.

 Pendúllinn sveiflast

 Árlegar monsúnrigningar hafa bulið á Pakstian frá því í júní. Úrkoman var hins vegar  67% meiri en venjulega í þeim mánuði einum. Í yfirlýsingu OCHA segir að 27.ágúst hafi úrkoman í heild á rigningatímanum verið 2.9 sinnum meiri en sem samsvarar meðaltali síðustu 30 ára.

Pakistan er eitt þeirra tíu ríkja sem verst verða fyrir barðinu á ofsafengnu veðri samkvæmt Alþjóðlegum lista um hættur sem fylgja loftslagsvá.  (Global Climate Risk Index 2021 and Climate Watch) Hins vegar er kolefnisfótspor landsins afar lágt.

Að sögn Clare Nullis talskonu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO) eru hin banvænu flóð í Pakistan „fótspor loftslagsbreytinga, sem birtast í öfgakenndu veðurfrari.“ Hún minnti á að ekki er lengra síðan en í mars og apríl á þessu ári að sama land var í helgreipum hitabylgju og þurrka. „Nú hefur pendúllinn sveiflast,“ segir Clare Nullis.