NORÐURLÖND OG SÞ: Björk á leið til Aceh

0
559

Björk Guðmundsdóttir er á leið til Aceh-héraðs í Indónesíu til að sjá uppbyggingarstarf þar á vegum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún gaf nýverið út geisladisk með endurhljóðblöndunum á laginu Army of me og rann ágóði af sölu disksins til neyðaraðgerða á vegum UNICEF víða um heim. Björk verður tvo daga í Aceh þar sem hún mun meðal annars hitta fórnarlömb flóðbylgjunnar sem varð annan dag jóla fyrir rúmu ári. (NFS 25/1/2006)