UNDP minnist 50 ára afmælis

0
519
UNDP

UNDP

22.febrúar 2016. Snemma árs 1966 komu helstu forkólfar Sameinuðu þjóðanna, sem höfðu baráttuna gegn fátækt í heiminum á sinni könnu saman til fundar og stofnuðu UNDP, Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Í hálfa öld hefur UNDP leikið mikilvægt hlutverk í að minnka fátækt, bæta hag kvenna, skapa atvinnu og vernda umhverfið í nærri 170 ríkjum.
Á hálfrar aldar afmælinu skrifar Helen Clark, forstjóri UNDP: „Fátækt ríkir enn í heiminum og sama gildir um hungur og enn er mikið álag á mörgum vistkerfum. En góðu fréttirnar eru að við búum yfir meiri auðæfum, meiri þekkingu og betri tækni en nokkru sinni fyrr til þess að glíma við þessar áskoranir.“

UNDP vinnur nú að framgangi Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna sem einnig eru nefnd Áætlun 2030 (Agenda 2030), sem er metnaðarfyllsta viðleitni til að efla þróun í veraldarsögunni.

Til að fagna fimmtugsafmæli UNDP koma ráðherrar rúmlega 80 ríkja hvaðanæva að úr heiminum saman til fundar á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 24.febrúar til þess að leggja á ráðin um framkvæmd þróunarmarkmiðanna.

Sjá nánar hér.