Ný dönsk orkueyja: bjartasta von orkuskipta ?

0
752
Unsplash-Nicholas Doherty

Fyrirhuguð ný manngerð eyja hefur verið kynnt sem bjartasta von orkuskipta í Danmörku og jafnvel í Evrópu og heiminum öllum.

 Árið 1991 var Danmörk fyrsta ríki heims sem reisti vindorkubú á hafi úti. Þökk sé samkomulagi sem náðst hefur á danska þinginu, hafa Danir nú ákveðið að ganga enn lengra. Ætlunin er að byggja fyrstu vindorkueyju heims. Þetta verður mesta byggingaframkvæmd danskrar sögu. Búist er við að sú orka sem leidd verður úr læðingi muni nægja til að sinna orkuþörf 10 milljóna heimila í Evrópu.

Ný eyja færð á landkortið  

Orkuskipti
Norðursjórinn. Mynd: Unsplash-Oliver Paaske

Alls tilheyra um 400 nefndar eyjar Danmörku og nú bætist enn ein í hópinn. Meirihluti á danska þinginu greiddi atkvæði með tilllögunni um þessa sögulegu framkvæmd. Hún er söguleg af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna stærðarinnar, en hún verður 12 þúsund fermetrar eða álíka og 64 fótboltavellir þegar hún verður fullgerð.  Hins vegar er það vegna kostnaðarins sem er áætlaður 210 milljónir danskra króna eða 4620 – fjögur þúsund sex hundruð og tuttugu milljarðar – íslenskra króna á gengi 9.febrúar 2021.

Gervi-orkueyjan er önnur tveggja slíkra sem Danir ætla einbeita sér að í þágu hreinna orkuskipta. Þingið hafði áður sammþykt að skapa vindorkubú á Borgundarhólmi.

80 kílómetra frá landi

OrkuskiptiEyjan verður staðsett 80 kílómetra frá landi í Norðursjó. Þar mun safnað orku frá fjölmörgum vindorkubúum og henni síðan miðlað til fjölda ríkja. Danir nota sífellt hlutfallslega meira rafmagn  orkunotkun sinni. Vindorkueyjan mun mæta þessari auknu eftirspurn auk þess að flytja út græna orku til nágrannaríkja.

Til að byrja með mun orkuframleiðsla eyjarinnar duga fyrir orkunotkun þriggja milljóna heimila. Stefnt er síðan að því að hún færi smám saman út kvíarnar þar til hún getur sinnt orkuþörf tíu milljóna heimila. Þá mun hún hafa stækkað úr 18 fótboltavöllum í lokastærðina sem nemur 64 fótboltavöllum.

Þegar saman fer að vindur er mikill en eftirspurn lítil verður umframorka nýtt til framleiðslu vetnis eða annarar loftslagsvænnar orku. Hana má nota að knýja , skip og þungaiðnað. Hér er um að ræða tækni sem mætti kalla rafaflsvörpun ( “power-t-x” tækn) sem vonast er til að greiði fyrir umhverfisvænni samgöngum.

Alheims hreyfing í þágu grænnar orku

Danmörk er vitaskuld ekki eina ríkið sem stefnir á að beisla græna orku. Marcel Alers orkmálastjóri hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna UNEP telur að 2021 verði aðgerðaár sjálfbærrar og endurnýjanlegrar orku. „Það er bæði meðbyr í pólitík og fjárfestingum.“

Hrein orkuskipti eru þungamiðja í sjöunda Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna. Það snýst um sjálfbæra orku og að tryggja  öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. Auk þess eru orkuumskiptin nauðsynleg til að markmiðum Parísarsamningsins um viðnám gegn loftslagsbreytingum verði náð. Þau kveða á um að halda hækkun hitastigs á jörðinni innan við 1.5-2 gráður á Celsius miðað við upphaf iðnbyltingar.

Orkuskipti
Umræður um umskipti yfir í hreina orku í aðdraganda COP26. Mynd: UN Photo.

„Til að ná jafnvægi í losun fyrir 2050 þurfum við á umskiptum; að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og nýta þess í stsað endurnýjanlega orku,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann lét þessi orð falla  í hringborðsumræðum um hrein orkuskipti 11.janúar 2021 í aðdraganda COP26, Loftslagsráðsefnu Sameinuðu þjóðann sem verður í Glasgow í haust.

„Við höfum þau tæki og tók sem til þarf. Okkur skortir aðeins pólitískan vilja til færa okkur þau í nyt.“

Leiðarljós hreinna orkuskipta?

Að mati Dans Jørgensen loftslags- og orkumálaráðherra Danmerku mun orkueyjan verða „leiðarljós í hreinum orkuskiptum. Ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í Evrópu og öðrum heimshlutum.“

Orkuskipti
Annað tveggja orkubúanna verður á Borgundarhólmi. Mynd: Unsplash-Julian Hochgesang

Á síðasta ári þegar gengið var frá samkomulagi á milli ríkisstjórnarinnar og meirihluta danska þingsins var myndun orkueyjunnar talin ein helsta forsenda þess að minnka losun kolefnis um 70% fyrir 2030. Jafnframt var hún þungamiðja landsmarkmiða Dana sem eru hluti af skuldbindingum þeirra samkvæmt Parísarsamningnum um loftlagsbreytingar.

Í nýja samningnum er hins vegar viðurkennt að eyjan kunni ekki að vera komin í notkun fyrir 2030. Samkvæmt áætluninni gerist það tæpast fyrr en 2033. Hins vegar er ríkisstjórnin hvatt til þess að hraða ferlinu.

Eyjan telst þjóðhagslega mikilvægur innviður og því verður ríkið að eiga að minnsta kosti 50.1%. Ríkisstjórnin hefur þó skuldbundið sig til þess að vinna með einkaaðilum,svo sem vindmylluframleiðendum og öðrum fyrirtækjum. Slikt er nauðsynlegt til þess að tryggja þá fjármögnun sem á vantar. Þess ber að geta að áætlunin hefur sætt gagnrýni frá Ørsted orkufyrirtækinu – sem er að hluta í ríkiseign – fyrir að vera of dýrt og kunni að reynast óstarfhæft.