Ný vefsíða Vakandi og UNRIC

0
409

fight food waste

2.júlí 2014. Vakandi, nýstofnuð samtök til að berjast gegn sóun matvæla og UNRIC, hafa sameinast um vefsíðu um þetta baráttumál og er hún hýst á vef Sameinuðu þjóðanna á íslensku www.unric.org/is/vakandi.
Vakandi hefur ýmislegt á prjónunum og ber þar tvennt hæst. Annars vegar standa samtökin að fjölskylduhátið í Hörpunni í Haust um sóun matvæla og hins vegar er stefnt að gerð heimildamyndar.

vakandi 253Á vefsíðunni má finna fréttir um málefnið og ráðleggingar um hvernig má varast að sóa matvælum. Til mikils er að vinna því talið er að á hverju heimili sé þriðjungi matvæla sóað, og meðaleyðsla er í kringum ein milljón á ári – sparanður gæti því verið allt að þrjú hundruð þúsund á hverju einasta ári. Meira um þetta á nýju vefsíðunni hér.

Eins og sjá má af myndinni er ekkert nýtt undir sólinni og lengi hefur verið reynt að benda á skaðsemi sóunar matvæla. Sameinuðu þjóðirnar hafa barist fyrir þessu málefni, til dæmis í herferðinni Think.Eat.Save – Reduce your Foodprint.