Nýja loftslagsskýrsla SÞ: 8 ástæður til að gefast ekki upp

0
541

Vísindasamfélagið kvað upp þann dóm í skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna að ekki sé nóg að gert til að halda hitastigi á jörðinni innan við 1.5°C. Þrátt fyrir það er skýrslan, sem kynnt var í gær, alls ekki ein allsherjar dómsdagspá.  

Hér má finna átta jákvæð atriði í skýrslu IPCC, Loftslagsnefndarinnar, um mildun áhrifa loftslagsbreytinga.

  1. Rafmagnsbílum fjölgar sífellt

Starfsmaður í rafhleðslustöð fyrir strætisvagna í Santíagó í Chile.
© IMF/Tamara Merino. Starfsmaður í rafhleðslustöð fyrir strætisvagna í Santíagó í Chile.

Að mati vísindamannsins Sudarmanto Budy Nugroho, sem á sæti í Loftslagsnefndinni, geta fjárfestingar í virkum samgönguinnviðum átt þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við það má gjarnan bæta aukinni notkun rafmagnaðra ökutækja og rafskutla og rafhjóla.

Í skýrslu IPCC er kastljósi beint að þætti sjálfbærs lífeldsneytis í átt til mildunar í samgöngum á landi. Margar aðgerðir í þessa átt í samgöngugeiranum hafa jákvæð aukaáhrif, svo sem heilnæmara andrúmsloft, jákvæð áhrif á heilsu, jöfnuð í aðgengi að samgöngum, minni umferðarteppur og minni ágang á auðlindir.

  1. Kostnaður við losunarsnauða tækni fer minnkandi.

Sólarorkudrifin vatnspumpa í Nepal.  
UNDP. Sólarorkudrifin vatnspumpa í Nepal.

Kostnaður við hverja einingu í mörgum greinum losunarsnauðrar tækni hefur lækkað án afláts síðan 2010.

„Þetta getur stuðlað verulega að minni losun. Það eru lausnir í hverjum einasta geira til að minnka losun um helming fyrir 2030,“ segir Masahiro Sugiyama, einn skýrsluhöfunda.

Nánar til tekið lækkaði kostnaður við sólarorku um 85%, vindorku um 55% og liþíum-fareindarafhlöður um 85% frá 2010-2019.

  1. Loftslagslöggjöf eflist.

Kolanotkun er stór þáttur í kolefnislosun.
Unsplash/Markus Spiske Kolanotkun er stór þáttur í kolefnislosun.

Frá og með 2020 hafa kolefnisskattar eða kvótar náð til 20% allrar losunar gróðurhúsalofftegunda. Dreifing þessa er þó ónóg og verð of lágt til að tryggja nægjanlega mikinn niðurskurð losunar.

2020 náði „bein“ loftslagslöggjöf, með áherslu á minnkun losunar til 56 ríkja sem bera ábyrgð á 53% allrar losunar í heiminum. Í mörgum ríkjum hefur stefnumótun stuðlað að bættri orkunýtingu, minni skógareyðingu og hraðað beitinu nýrrar tækni. Í sumum tilfellum hefur þetta komið í veg fyrir losun eða minnkað hana verulega.

  1. Enn er hægt að minnka losun iðnaðar

osun frá orkuveri í Köln í Þýskalandi.
© Unsplash/Paul Gilmore. Losun frá orkuveri í Köln í Þýskalandi.

Sérfræðingarnir segja að nettó-núll kolefnislosun frá iðnaði, sé möguleg, þótt við ramman reip sé að draga.

„Minnkun losunar frá iðnaði krefst samstillts átaks í allri virðisaukakeðjunni með það fyrir augum að efla valkosti sem leiða til mildunar loftslagsbreytinga,“ segir í skýrslunni.

Iðnaðinum ber að nýta nýja tækniferla til að nota endurnýjanlega orku, grænt vetni, lífeldsneyti og beita kolefnisstýringu.

  1. Borgir bjóða upp á tækifæri til loftslagsaðgerða

World Bank/Wu Zhiyi. Alþjóðabankinn starfar með kínverskum borgum við að losa umferðarteppur og draga úr losun.
World Bank/Wu Zhiyi. Alþjóðabankinn starfar með kínverskum borgum við að losa umferðarteppur og draga úr losun.

Í skýrslunni er lögð áhersla á að miklir möguleikar til mildunar loftslagsbreytinga felist í þéttbýlissvæðum.

Sem dæmi um skilvirkar aðgerðir eru að fjölga gönguvænum svæðum og greiða fyrir notkun endurnýjanlegra orkugjafa.

„Þetta er allt hægt og þar að auki fylgja þessu bætt loftgæði, atvinnutækifæri og aukning grænna og blárra innviða,“ segja skýrsluhöfundar IPCC.

  1. Hagrænar aðgerðir

Jutta Benzenberg/ World Bank Vindmyllur í Rúmeníu sem eru hluti af áætluninni „Evrópa 2020“.
Jutta Benzenberg/ World Bank
Vindmyllur í Rúmeníu sem eru hluti af áætluninni „Evrópa 2020“.

Í skýrslunni eru tíunduð áhrifarík notkun regluverks og efnahagslegra úrræða.

„Ef þessi úrræði eru efld og þeim beitt víðar, geta þau stutt við bakið á umtalsverðum niðurskurði losunar og eflt nýsköpun,“ segja skýrsluhöfundar.

Fjármagnsflæði til loftslagsmildunar- og aðlögunar hefur aukist um 60% frá 2013/2014 til 2019/2020, þó hægt hafi á frá 2018.

Höfundarnir telja að efnahgsleg úrræði hafi verið skilvirk í að draga úr losun, sérstaklega ef þeim hafa fylgt breytingar á regluverki hvort heldur innan sérhvers lands eða í samstarfi þeirra á milli.

„Nokkrar rannsóknir benda til að ef niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti er hætt, kunni losun kolvtvísýrings að minnka um 1-4% og losun gróðurhúsalofttegunda minnka um allt að 10% fyrir 2030, mismikið eftir heimshlutum,“ segir í skýrslunni.

  1. Fólki stendur ekki á sama

Conor Lennon/UN News. Mótmælendur fyrir utan þingstað Loftslagsráðstefnu SÞ, COP26. 
Conor Lennon/UN News. Mótmælendur fyrir utan þingstað Loftslagsráðstefnu SÞ, COP26.

Í skýrslu IPCC segir að almenningur í heiminum láti sig náttúruna varða og umhverfisvernd og sé móttækilegur fyrir loftslagsaðgerðum.

Linda Steg, einn skýrsluhöfunda, segir að margar ríkisstjórnir séu tvístígandi yfir þeirri spurningu hvort fólk styðji róttækar breytingar.

„Þessi skýrsla sýnir að almenningur er fúsari til að samþykkja breytingar ef kostnaði og ávinningi er dreift jafnt og þegar sanngjörnum og gagnsæjum ferlum við ákvarðanatöku er fylgt,“ segir sérfræðingurinn.

  1. Brottnám CO2 er þýðingarmikið til að ná settu marki

CIFOR/Nanang Sujana. Mómýri og fenjaskógar á borð við þennan í Kalimantan í Indónesíu binda koltvísýring.
CIFOR/Nanang Sujana. Mómýri og fenjaskógar á borð við þennan í Kalimantan í Indónesíu binda koltvísýring.

Í skýrslunni er sýnt fram á að minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda ein og sér dugir ekki til að ná nettó-núll losunar takmarkinu. Þessu til viðbótar þarf föngun koltvísýrings í andrúmsloftinu.

„Það sem hér um ræðir er að fanga koltvísýring og binda hann á landi, neðanjarðar eða í hafinu,“ útskýrir einn höfundanna Masahiro Sugiyama.

Plöntun trjáa, bætt stýring skóglendis, föngun kolefnis í jarðvegi, endurreisn mómýra og blá kolefnisstýring eru allt dæmi um aðferðir sem geta stuðlað að eflingu fjölbreytts lífríkis og vistkerfa.

Og auðvitað er hægt að gera miklu meira

Ef ríkisstjórnir heims endurskoða ekki orkustefnu sína, verður sá árangur sem náðst hefur, ekki nóg til þess að koma plánetunni okkar af hættusvæðinu, eins og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana lýsir í þessu ávarpi í tilefni af útkomu skýrslu IPCC.

Sjá nánar hér og  hér