Nýir alþjóðadagar: Skák, blár himinn og sólstöður

0
876
75 ára afmæli SÞ

Skáklistin, blár himinn og sólstöðuhátíðir eru á meðal þeirra málefna sem verða heiðruð með sínum eigin alþjóðlegu dögum í fyrsta skipti á þessu ári.

Að auki er árið 2020 Alþjóðlegt ár heilbrigðis jurta og ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tekur ákvörðun um að ákveðnir dagar, vikur, ár og jafnvel áratugir skuli helgaðir tilteknum málefnum. Einstakar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa einnig sína alþjóðlegu daga. Stundum tekur Allsherjarþingið þá upp á arma samtakanna í heild.

Skák. Teflt á vettavangi Sameinuðu þjóðanna.

Þannig lagði Allsherjarþingið í ályktun í desember blessun sína yfir 20.júlí sem alþjóðadag skáklistarinnar. Þann daga hafa UNESCO og FIDE, alþjóða skáksambandið fagnað degi skákarinnar á afmælisdegi síðastnefnda sambandsins.

Val dagsetningarinnar 7.september sem alþjóðlegs dags hreins lofts í þágu heiðskírs himins stendur í skugganum á málefninu sjálfu. Loftmengun er stærsta einstaka umhverfisógn við heilsu manna. Hún er ein af helstu orsakavöldum ótímabærra dauðsfalla og sjúkdóma í heiminum sem koma má í veg fyrir.

Sólstöðuhátíð
Alþjóðlegur dagur sólstöðuhátíð 21.júní.

Ekki verður sagt að allsherjarþingið hafi haft úr mörgum dagsetningum að velja þegar ákveðið var að fagna sólstöðuhátiðum. :Þær eru jú tvisvar á ári að sumri og vetri 21.desember. Sumarsólstöður 21.júní urðu fyrir valinu. Með því að fagna sólstöðum kvaðst Allsherjarþingið viðurkenna að „slíkur fögnuður fæli í sér sameiningu menningararfleifðar og aldagmalla hefða.”

Dagur sendifulltrúa

En það liggur ekki í augum uppi alltaf hvaða dagsetningar skuli velja. Sendifulltrúar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna notuðu sköpunargleðina þegar þeir réttlættu val dagsetningarinnar 21.apríl fyrir Alþjóðadag hugvits og nýsköpunar með því að sú dagsetning væri „sex dögum eftir afmælisdag Leonardo da Vinci og degi á undan Alþjóðlegum degi Móður Jarðar,” eins og sagði í ályktun Allsherjarþingsins. Dagurinn væri því „vel staðsettur til að ýta undir þverfaglega hugsun til þess að greiða fyrir því að við öðlumst þá sjálfbæru framtíð sem við þráum.”

Sendifulltrúar
Alþjóðlegur dagur sendifulltrúa hjá SÞ

Stjórnarerindrekarnir hjá Sameinuðu þjóðunum ákvaðu raunar einnig á síðasta ári að heiðra sjálfa sig með því 25.apríl skyldi framvegis vera Alþjóðadagur sendifulltrúa og minntu í ályktu Allsherjarþingsins á að „sendifulltrúar gæða Sameinuðu þjóðirnar lífi. Án þeirra, væru þessi samtök ekki það sem þau eru.”
Stundum eru það sérstakar stofnanir Sameinuðu þjóðanna svo sem UNESCO, WHO, UNICEF, FAO og svo framvegi sem fitja upp á alþjóðlegum dögum og stundum tekur Allshejrarþingið þá upp á sína arma.

Ár heilbrigðra plantna og hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður
Árið 2020 er ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra

En það eru ekki bara alþjóðlegir dagar heldur einnig vikur, ár og jafnvel áratugir. Þannig er árið 2020 Ár heilbrigðis jurta. FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunin, bendir á að 40% af allrar uppskeru tapist vegna plöntusjúkdóma og því sé heilbrigði jurta þungt á metunum og líf milljóna manna séu í veði.

Að auki hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýst árið 2020 Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra og minnir á að heimurinn þurfi á 9 milljónum hjúkrunarfræðing og ljósmæðrað halda til þess að markmið um almenna heilsugæslu fyrir alla náist fyrir 2030, eins og stefnt er að.

Þá hefst nú í ársbyrjun áratugur Aðgerða í þágu Sjálfbærrar þróunar og er þar skírskotað til þess að nú eru tíu ár eftir til að hrinda Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun í framkvæmd.

Hér má finna uppfærðan lista yfir Alþjóðlega daga, vikur, ár og áratugi á vegum Sameinuðu þjóðanna.