Obama: Ofbeldi vegna myndbands er árás á gildi SÞ

0
412

Obama
 
26. september 2012 –Barack Obama, forseti Bandaríkjanna sagði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að ofbeldisverk í kjölfar birtingar myndbands um Íslam, séu árás á sömu gildi og lágu til grundvallar stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
 
“Atburðir síðustu tveggja vikna tala sínu máli um að takast af hreinskilni á við þá spennu sem er á milli Vesturlanda og Arabaheimsins sem þokast í átt til lýðræðis,” sagði Obama í almennu umræðum Allsherjarþingsins sem hófust í gær. Hvatti hann verealdarleiðtoga til að leita friðsamlegra lausna á deilum.  
Almenna reglan er sú í almennu umræðunum að þjóðarleiðtogar og oddvitar ríkisstjórna tala fyrstir og síðan utanríkisráðherrar, aðrir ráðherrar og diplómatar í goggunarröð. 

Hefð er fyrir því frá því á fyrstu árum Sameinuðu þjóðanna að Brasilíumenn tali fyrstir en Bandaríkjamenn, sem gestgjafar Sameinuðu þjóðanna í New York tali næstir.

Nokkrir leiðtogar Evrópuríkja tóku til máls í á fyrsta degi almennu umræðnanna.  

Hollande François Hollande, Frakklandsforseti hvatti Sameinuðu þjóðirnar til að grípa inn í ástandið í Malí og styðja hernaðarlega íhlutun Vestur-Afríkuríkja. Þá gagnrýndi hans “aðgerðarleysi” Öryggisráðsins í Sýrlandi og sagði að “sýrlenska stjornin myndi aldrei öðlast sess í samfélagi þjóða. Hún á sér enga framtíð á meðal okkar.”  

 

 

RajoyMariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar tilkynnti að Spánn sæktist eftir aðild að Öryggisráðinu  2015-2016. Hann sagði að nauðsyn krefði að laga ráðið að áskorunum 21. aldarinnar og gera ráðið skilvirkara. Það þyrfti að endurspegla betur heimsbyggðina og vera ábyrgara gagnvart Allsherjarþinginu.   

 

 

NiinistöSauli Niinistö, forseti Finnlands sem er í framboði til Öryggisráðsins  2013-2014 sagði að Finnar hefðu undanfarin ár aukið þróunaraðstoð sína og sé hún nú á ársgrundvelli einn og hálfur milljarður Bandaríkjadala.   “Þróunarsamvinna ber ávöxt, sérstaklega í minnst þróuðu ríkjunum. Áhrif loftslagsbreytinga bitna nú þegar á þessum ríkjum og þau þurfa á aðstoð okkar að halda.”