Óhugsandi að snúa aftur til óbreytts ástands

0
623
COVID-19, viðbrögð

Tvö hundruð heimsþekktir lista- og vísindamenn hafa sent frá sér ávarp þar sem veraldarleiðtogar og íbúar heimsbyggðarinanr eru hvattir til að kasta „ósjálfbærri hugsun” fyrir róða. Sjálfbærni beri að vera leiðarljósi til að byggja upp heiminn að nýju þegar kórónaveiran COVID-19 hefur verið brotin á bak aftur. Ólafur Elíasson er eini Norðurlandabúinn í tvö hundruð manna hópnum.  

COVID-19, ávarpCOVID-19 harmleikurinn

„Ef við viljum koma í veg fyrir vistfræðilegar hamfarir verða leiðtogar heimsins og borgarar að grípa til tafarlausra aðgerða“ skrifa tvöhundruð-menningarnir í ávarpi sínu. Það nefnist: „Gjörið svo vel, förum ekki aftur til óbreytts ástand.“

„Covid-19 faraldurinn er harmleikur. Þessi kreppa er hins vegar tækifæri til að skoða hvað er þýðingarmikið. Og það sem við okkur blasir er einfalt: „aðlögun“ er ekki nóg. Vandinn er kerfislægur.“

Ávarp tvöhundruð-menninganna var birt í dag í franska blaðiu Le Monde. Skorað er á veraldarleiðtoga og alla heimsbyggðina að „segja skilið við þá ósjálfbæra hugsun sem ræður ríkjum. Gangast þarf fyrir uppstokkun markmiða okkar, gilda og hagkerfa.”

Hópurinn heldur því fram að „enginn vafi leiki á gríðarlegum útdauða lífs á jörðinni“. Öfugt við sjúkdómsfaraldur, hversu alvarlegur sem hann sé, þá hafi slíkt visfræðilegt hrun óumræðanlegar afleiðingar

„Áframhald neysluhyggju og frameliðni-þráhyggja hafa leitt okkur til þess að afneita gildi sjálfs lífsins: lífs jurta, dýra og stórs hluta mannkyns. Mengun, loftslagsbreytingar og eyðing þeirra náttúrulegu svæða sem eftir eru, hafa ýtt heiminum fram að ystu brún.“

„Af þesum sökum, auk þarfarinnar á að endurvekja félagslegan jöfnuð, teljum við að það sé óhugsandi að leitast við að snúa aftur til „hversdagsins“ eins og hann var. Sú róttæka ummyndun sem nauðsynleg er, krefst dirfsku og áræðni…Við verðum að aðhafst nú þegar.“

COVID-19, Le Monde, ávarp
Juliette Binoche. Mynd: Georges Biard • CC BY-SA 2.0

Franska leikkonan Julliette Binoche og stjarneðlisfræðingurinn Aurélien Barrau áttu frumkvæðið af ávarpinu. Það var undirritað af tvö hundruð málsmetandi konum og körlum í heimil lista, fjölmiðla, íþrótta og vísinda.

Nóbelsverðlaunahafar og rokkstjörnur

Sautján Nóbelsverðlaunahafar í vísindum og hagfræði eru þar á meðal. Fjöldi heimsþekktra leikara eru í hópnum, þar á meðal Joaquin Phoenix, Robert De Niro, Ralph Fiennes, Jane Fonda, Marion Cotillard, Penélope Cruz, Jeremy Irons, Isabelle Adjani, Javier Bardem, Monica Bellucci, Cate Blanchett, Willem Dafoe and Adam Driver.

Af tónlistarfólki má nefna Madonnu, Marianne Faithfull, Ricky Martin, Sting,  Barbra Streisand  Rufus Wainwright and Roberto Alagna;  leikstjórana Pedro Almodovar, Peter Brook, Alfonso Cuaron, Jim Jarmusch, Wim Wenders og Spike Jonze; rithöfundana Naomi Klein og Michaël Ondaatje, knattspyrnumanninn Claude Makélélé  og Búddamunkinn Matthieu Ricard.

Hér er ávarpið í heild á ensku  og frönsku