Quinoa: Alþjóðlegt ár “gullkornsins”

0
488

Quioa

10. janúar 2013. Quinoa hefur verið kallað “gullgrjón” eða „gullkorn“ Inkanna og hefur hægt og bítandi verið að vinna sér sess utan heimalanda sinna í Suður-Ameríku. Quinoa hefur mikið næringargildi og bíður upp á mikla möguleika í matreiðslu. Þessi drottning Andes-fjalla Perú, verður í heiðursessi á þessu ári því Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 2013, alþjóðlegt ár quinoa.   
Quinoa hefur verið hluti af mataræði íbúa Andesfjalla en hefur verið að ryðja sér rúms í matargerð um allan heim. Eitt af markmiðum alþjóðaársins er raunar að styðja við bakið á framleiðendum til að hjálpa þeim að hafa nóg aflögu þrátt fyrir vaxandi eftirspurn um allan heim. Markmiðið er að tryggja að quinoa grjón haldi áfram að brauðfæða milljónir manna hér eftir sem hingað til á tímum sívaxandi mannfjölda á jörðunni og vaxandi fæðuóöryggis.  
Eitt af því sem gerir quinoa að “ofurfæðu” er hve fjölbreytt og lífseig korntegund þetta er. Til eru meir en 1800 tegundir af quinoa sem hægt er að rækta við alls kyns erfiðar aðstæður. Slíkt kann að reynast þungt á metunum á tímum loftslagsbreytinga og ýmissa náttúruhamfara sem ógna landbúnaði víða um heim.
Næringargildi quinoa er mjög mikið samanborið við annað kornmeti. Þannig inniheldur quinoa ýmiss konar nauðsynlegar amínósýrur auk kalks, fosfórs og járns.
Að lokinn uppskeru þarf að afhýða kornið. Yfrileitt er quinoa matreitt á svipaðan hátt á hrísgrjón.  
Það var ríkisstjórn Bólivíu sem lagði tl að haldið yrði ár quinoa en bæði önnur Suður-Ameríkuríki og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) studdu frumkvæðið. Tillaga þessa efnis var samþykkt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember 2011.