Alþjóðaár samvinnu um vatnsnotkun

0
516

Water

9. janúar 2013. Öll þurfum við á vatni að halda til að lifa. En sumir jarðarbúar, eins og Íslendingar til dæmis, eru heppnari en aðrir með aðgang að vatni.

Árið 2013 er Alþjóðlegt ár vatns-samvinnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

 

Tilgangurinn er að vekja til vitundar um þá möguleika sem felast í auknu samstarfi og þá miklu áskorun sem sívaxandi eftirspurn eftir vatni felur í sér fyrir vatnsstýringu.

 
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir árið 2010 að aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu væri grundvallarmannréttindi í því skyni að vekja athygli á mikilvægi vatns í því að uppræta fátækt og hungur.

Á síðasta ári náðist sá merki áfangi að því Þúsaldarmarkmiði um þróun (MDGs) var náð,  sem lýtur að því að helminga fjölda þess fólk sem ekki hefur aðgang að öruggu neysluvatni. Frá 1990 hefur fjöldi þeirra sem fengið hafa aðgang að drykkjarvatni aukist um 2 milljarða. Þrátt fyrir þennan mikla árangur hefur  meir en 10% jarðarbúa eða 783 milljónir ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni. Skortur á hreinlætisaðstöðu er einnig tröllaukið vandamál víða og konur og stúlkur líða hlutfallslega mest.

Lakshmi Puri, varaforstjóri UN Women, Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna gerði þetta að umtalsefni á Vatnsvikunni í Stokkhólmi í september 2012: “Á alþjóðlega árinu þurfum við að leysa út læðingi bandalög, þekkingarskipti, skuldbindingar, uppfinningar, aðgerðir og fjármögnun til þess að takast á við þau vandamál sem felast í skorti og aðgangi að fullnægjandi og öruggu vatni á öllum stigum. UN Women mun gera stit til að auka hlut kvenna og áhrif þeirra á vatnsstýringu.”
 
Aðalmarkmið alþjóðlega ársins er að stofna til öflugra og varanlegs samstarfs og bandalaga um vatns-samvinnu á milli ríkja, samfélaga og hagsmunaaðila og tryggja á sama tíma sanngjarna og jafna dreifingu vatns í hverju samfélagi og með umhverfisvernd að leiðarljósi.

Alþjóðaárinu verður ýtt formlega úr vör á Vatns-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í janúar og allt árið verða ýmsir viðburðir í höfðustöðvum UNESCO í París og víða um heim. UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna gegnir leiðandi hlutverki í Alþjóðlegu ári vatns-samvinnu fyrir hönd samtakanna.