Rafbílar meir en helmingur seldra bíla í Noregi

0
888
Rafbílar
Pixabay/ Joe Nomias

Þau tímamót urðu í Noregi á síðasta ári að sala á rafbílum var meiri en á öðrum bílum.  Í Evrópu tvöfaldaðist sala á rafbílum annað árið í röð. 20% bíla sem voru seldir í fyrra í Þýskalandi voru rafbílar og um 15% í Bretlandi og Frakklandi.

Alls seldust 1.4 milljónir rafbíla í Evrópu 2020 eða sem samsvarar 8% allra seldra bifreiða. Búist er við að markaðshlutdeildin tvöfaldist tæplega á þessu ári og verði 15%

Noregur: hætt sölu á bensín og díselbílum 2025

Rafbílar
Unsplash/ Andrew Roberts

Markaðshlutdeild rafbíla var aðeins 1% í Noregi fyrir rétt rúmum áratug. Ríkisstjórnin hefur hins vegar beitt sér fyrir herferð í þágu rabíla og vega þar þyngst fjárhagslegar ívilnanir. Stefnan er að sölu bensín og díselbíla verði hætt 2025.

Helsta tromp ríkisvaldsins hefur verið að undanskilja rafbíla frá skattlagningu á allar aðrar bifreiðar. Árangurinn er sá að eftir stöðuga sókn hafa rafbílar náð 54% markaðshlutdeild.

Framtíð án bensínbíla

 Noregur er orðinn eins konar tilraunamarkaður fyrir rafbíla vegna mikilla ívilnana. Norðmenn hafa á undanförnum árum haft dálæti á Tesla bílum af miðstærð. Hins vegar hafa nýjir bílar frá Volkswagen “e-tron sportsback” skotið Teslunum ref fyrir rass frá því þeir komu á markað.

Christina Bu oddviti norska rafbílasambandsins segir að áætlað sé að rafbílar nái 65% markaðshlutdeild á þessu ári.

Hversu grænir?

Rafbílar
Unsplash Ralph Hutter

Rafbílar njóta þess orðspors að vera “grænir” eða umhverfisvænir einfadlega vegna þess að aksturinn stuðlar ekki að losun koltvísýrings. Hins vegar er ekki hægt að segja það sama um framleiðslu litíums í rafhlöður bílanna. Fara verður í gegnum alla framleiðslulínuna til þess að skera úr um hvers umhverfisvænir slíkir bílar eru.

Skuldbinding um að ná kolefnisjafnvægi

 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru skýr hvað þetta varðar. Þrettánda markmiði kveður á um að grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra í því skyni að takmarka hlýnun jarðar við 1.5° á Celsius.  Til að svo megi verður losun koltvísýrings að minnka um 45% og enn meira eftir það til að kolefnisjafnvægi sé náð fyrir 2050.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til þess að myndað sé alheims-bandalag um það markmið að engin nettó losun verði fyrir miðja öldina.