Rannsóknar krafist á nauðgunum í Kongó

0
439
alt

Serstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt yfirvöld í Lýðveldinu Kongó til að rannsaka þegar í stað hópnauðgun sem átti sér stað á Nýársdag í bænum Fizi í austurhluta landsin. Samtökin Læknar án landamæra skýrði frá því í síðustu viku að fleiri en 30 konum hefði verið nauðgað í árás vopnaðra manna á bæinn Fizi.

alt

“Ég hvet eindregið yfirvöld í Lýðveldinu Kongó að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn án tafar,” segir Margot Wallström, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um kynferðislegt ofbeldi í hernaði.

 

Margot Wallström á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. SÞ-mynd: Ryan Brown.

 

“Ég býst við því af ríkisstjórn Lýðveldisins Kongó að hún virði mannréttindi og geri allt sem í hennar valdi stendur til að hindra hvers kyns afbrot af þessu tagi og sjái til þess að gerendur verði dregnir fyrir rétt.”

Liðsmenn friðargæslusveitar Sameinuðu þjóðanna MONUSCO voru þegar sendir á vettvang þegar fréttir bárust af ódæðunum. Wallström segir að “því miður” staðfesti þessar fréttir viðvaranir hennar á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í október 2010 um að hætt væri við að hermenn úr stjórnarhernum fremdu slíka glæpi eins og virtist í þessu tilfelli. 

Sérstaki erindrekinn sem heimsótti Kongó í apríl síðastliðnum hefur látið hafa eftir sér að Afríkuríkið sé “höfuðvígi nauðgana í heiminum.”.