UNEP varar við styrkjum til sjávarútvegs

0
463
alt

UNEP, Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna beinir spjótum að ríkisstyrkjum til sjávarútvegs í nýrri úttekt í tilefni af komandi samningahrinu Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO).

Í skýrslunni „Fisheries Subsidies, Sustainable Development and the WTO“ er lögð áhersla á nauðsyn þess að alþjóðlegt samkomulag náist um skaðlega ríkisstyrki til fiskveiða. alt

Fiskur er aðal eggjahvítuefni í fæðu nærri milljarðs manna um allan heim og mikilvæg stoð í atvinnulífi og fæðuöflun víða. 80% af fiskistofnum eru ofveiddir og er skaðinn af völdum ofveiði talinn nema 50 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju.

Viðurkennt er að ríkisstyrkir séu ein af helstu ástæðum þessarar ofnýtingar sem er umtalsverð ógnun við umhverfi sjávar.

“Þetta er ótrúleg sóun náttúrulegrar auðlindar og jafnframt ógnun við fæðuöryggi, þróun og lífríki sjávar,” segir Steven Stone, oddviti Efnhags- og viðskiptadeildar Umhverfisstofnunar SÞ (UNEP).

 „Þessir skaðlegu ríkisstyrkir til fiskveiða eru algjör andstaða við Græna efnahaginn sem felur í sér að fjárfesting í umhverfinu verði drifkraftur efnahagslegrar endurreisnar og varanlegs vaxtar.” 

Í úttkekt UNEP er sýnt fram á að styrkir ríkisstjórna til sjávarútvegsgeirans verði að vera gagnsæir og ábyrgir til að samþykktir á vegum WTO nái tilætluðum árangri.

Sjá nánar: http://www.unep.org/Documents.Multilingual/Default.asp?DocumentID=653&ArticleID=6875&l=en&t=long