Höfin ekki jafn súr í 300 milljón ár

0
499

ocean

18.nóvember 2013. Höfin drekka í sig sífellt meiri koltvísering (CO2) með þeim afleiðingum að þau hafa ekki verið eins súr síðustu 300 milljón ár.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu  sem kynnt var í dag á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í Varsjá í Póllandi.

 

Höfin sjá okkur fyrir súrefni í annan hvorn andardrátt okkar og drekka í sig að minnsta kosti þriðjung koltívserings sem menn framleiða.

Skýrslan er þversnið vísindalegrar þekkingar um sýrustig hafsins. Vísindamenn frá öllum heimshornum sem taka þátt í slíkum rannsóknum skoruðu á ríki heims á ráðstefnunni í Varsjá að vinna að því að hitastig jarðar hækki um minna en tvær gráður á Selsíus á þessari öld.

Hátt sýrustig í hafinu dregur úr möguleika hafsins á að drekka í sig koltvíserings og dregur úr fæðuframleiðslu. Innan fárra áratuga má búast við því stór hluti hafssvæðanna við heimskautin verði orðin eyðileggingu að bráð og muni þetta bitna sérstaklega á sjávarlífverum sem ekki njóti verndar skeljar, td.smokkfiskur. 540 milljónir manna eða 8% jarðarbúa lifa af fiskveiðum. Samt sem áður er lítið vitað um bein áhrif súrnun hafsins á þær fisktegundir sem eru uppistaða í fiskveiðum.

Þekking vísindamanna er mun meiri á áhrifunum á lindýr á borð við smokkfisk og ostrur. Vísindamenn telja að fyrir næstu aldamót eða 2100 muni lindýrum fækka mjög og valda efnahagslegum skaða að andvirði 130 milljarða Bandaríkjadala á ári.

Ljósmynd: SÞ/Martine Perret