Satt og ósatt um UNRWA -Palestínu-flóttamannahjálpina. Annar hluti.

0
10
Í stað kennslu hýsa skólar UNRWA nú flóttamenn. Mynd: UNICEF/Eyad al-Baba

Fullyrðingar og staðreyndir um UNRWA. UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur brugðist við upplýsingaóreiðu og rangfærslum um starf hennar með því að svara kerfisbundið rangindum.

Rangfærslur um starf UNRWA eru ekki nýjar af nálinni, en hafa færst í vöxt eftir að stríðið á Gasa blossaði upp eftir 7.október 2023.

Hér á eftir er farið í saumana á nokkrum algengum röngum fullyrðingum um UNRWA. Þetta er síðari grein, en þá fyrri má finna hér.

Palestínsk börn.
Palestínsk börn. Mynd: UNRWA/Lubna Hashem

Studdu UNRWA kennarar ofbeldi? 

Fullyrðing: Þrjú þúsund manna hópur kennara hjá UNRWA á Telegram-samskiptamiðlinum eru sagðir hafa stuttu ofbeldi, þar á meðal árásina 7.október gegn Ísrael og dæmi eru um eldri slík mál.

Staðreyndir málsins: Síðustu fullyrðingar sem fram komu hjá samtökunum UN Watch í janúar 2024, vísa til samskipta á opnum Telegram spjallþræði. Hann var hvorki settur á stofn, leyfður né er stýrt af UNRWA. Notkun lógóa SÞ og UNRWA hefur ekki verið leyfð.

Vegna eðlis Telegram-samskiptamiðilsins er ómögulegt að staðreyna ásakanir um að allir meðlimir hópsins hafi verið starfsmenn UNRWA. Hópurinn virðist myndaður utan um umsóknir um störf og því ólíklegt að allir félegar hans séu UNRWA starfsmenn, enda hafa þeir þegar atvinnu.

WHO og Rauði hálfmaninn sjá um að flytja sjúklinga frá sjúkrahúsum á vegum UNRWA vegna átakanna
WHO og Rauði hálfmaninn sjá um að flytja sjúklinga frá sjúkrahúsum á vegum UNRWA vegna átakanna. Mynd: WHO/Christopher Blac

Fyrri fullyrðingar UN Watch og annara samtaka um hegðun tiltekinna einstaklinga hefur áður ekki reynst á rökum reistar og viðkomandi ranglega sagðir starfsmenn UNRWA. Sem dæmi komu slíkar ásakanir fram 2022 um alls 129 manns og reyndust rúmlega helmingur ekki vera í starfsliði UNRWA.

Af þeim 30 sem sagðir eru vera UNRWA-liðar í frásögnum um þennan Telegram-hóp, gegna 12 einungis fornafni eða gælunafni. Af þeim 18 sem eftir eru, er staðfest að þrír vinna þar ekki, og verið er að kanna aðra sex. Þá eru eftir níu sem kunna að vera í starfsliði UNRWA. Málum þeirra hefur verið vísað til rannsóknardeilar stofnunarinnar.

Skýli UNRWA í Deir Al-Balah.Staðarráðnir starfsmenn UNRWA eru lægra launaðir en annað starfsfólk SÞ.
Skýli UNRWA í Deir Al-Balah.Staðarráðnir starfsmenn UNRWA eru lægra launaðir en annað starfsfólk SÞ. Mynd. UN News/Ziad Taleb

Framlengir UNRWA flóttamannavandann?

Fullyrðing: UNRWA er ekki hluti lausnarinnar heldur framlengir flóttamannavandann, meðal annars með því að minna palestínska flóttamenn á söguna og segja þeim frá heimilum sínum í Ísrael.

Staðreyndir málsins:  þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stofnaði UNRWA með ályktun, var stofnuninni hvorki falið að leita lausna á deilum Ísraela og Palestínumanna né að leysa flóttamannavandann.

UNRWA var sett á stofn sem tímabundin samtök til að sinna flóttamönnum frá Palestínu. 1952 fyrirskipaði Allsherjarþingið sérstaklega að UNRWA bæri að þjóna sérhverjum einstaklingi sem hefði „að jafnaði átt heimili í Palestínu frá 1.júní 1946 til 15.maí 1948 og hefði misst heimili og lífsviðurværi vegna átakanna 1948.”

Ljósmyndasýning um sögu UNRWA og palestínskra flóttamanna.
Ljósmyndasýning um sögu UNRWA og palestínskra flóttamanna. Mynd:UNRWA

UNRWA hefur því umboð til starfa að mannúðar- og þróunarmálum og hefur það verið marg ítrekað af Allsherjarþinginu. Stofnuninni ber að veita flóttamönnum aðstoð og vernd á meðan leitað er réttlátrar og varanlegrar lausnar á vanda þeirra. Þetta er gert með því að veita grundvallarþjónustu, grunnmenntun, heilsugæslu, félagslega þjónustu, smálán og neyðaraðstoð, þar á meðal á stríðstímum.

Sú staðreynd að UNRWA hefur verið til í 75 ár er ekki val stofnunarinnar heldur afleiðing þess að aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hefur ekki tekist að leysa pólitísk vandamál.

Thor Thors og Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 ára
Palestínskir flóttamenn nærri Khan Yunus 1948 eða skömmu síðar. Mynd: UN Photo

Palestínskir flóttamenn fá ekki sérmeðferð miðað við aðra flóttamenn. Samkvæmt alþjóðalögum halda flóttamenn og afkomendur þeirra réttindum sínum þar til varanleg lausn finnst á þeim vanda sem gerði þá upphaflega að flóttamönnum. Jafnt UNRWA sem Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) líta sömu augum á þetta atriði.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti einnig 1949 ályktun þess efnis að „þeim flóttamönnum sem vilja snúa heim skuli leyft það eins fljótt og unnt er. Þeim sem ekki kjósa að snúa heim skuli greitt fyrir eignir eða skemmdir á eignum samkvæmt grundvallarsjónarmiðum alþjóðalaga.”

Þetta er ekki afstaða UNRWA, heldur Sameinuðu þjóðanna og aðildarríkja þess.

Þá hafa flóttamenn frá Palestínu rétt á því eins og allir flóttamenn í heiminum að læra um sögu sína, þar á meðal um flóttann. Þær frásagnir sem UNRWA heldur sig við í kennslu í skólum sínum er í samræmi við afstöðu Sameinuðu þjóðanna til átakanna.

Íbúðahverfi á Gasa hafa verið jöfnuð við jörðu í flugskeytaárásum.
Íbúðahverfi á Gasa hafa verið jöfnuð við jörðu í flugskeytaárásum. Mynd: © UNICEF/Mohammad Ajjour

Geta aðrar stofnanir sinnt hlutverki UNRWA betur?

Fullyrðing: Aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna sinna mannúðaraðstoð á átakasvæðum um allan heim. Þær geta sinnt því hlutverki betur en UNRWA.

 Staðreyndir málsins: UNRWA hefur í þjónustu sinni um 30 þúsund manns, að mestu Palestínumenn. UNRWA hefur komið upp innviðum og er ódýr í rekstri. Ástæðan er sú að sérstakar reglur gilda um launagreiðslur sem fela í sér að laun eru miðuð við opinberan geira á hverjum stað. Í reynd fá starfsmenn UNRWA 40 til 70% lægri laun en aðrir staðarráðnir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna.

UNRWA færir sér í nyt áratugareynslu og viðurkenningu heimamanna. Nú þegar rúmlega 2 milljónir manna þurfa á aðstoð að halda, er engin önnur stofnun í stakk búin til að svara kallinu. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað UNRWA hryggjarstykkið í mannúðarstarfi á Gasa.  Aðrar stofnanir SÞ og alþjóðleg hjálparsamstök hafa viðurkennt að ekkert kemur í stað UNRWA og lýst opinberum stuðningi við stofnunina.

Súdan flóttamenn
UNHCR styður við fólk sem flúið hefur Súdan til nágrannaríkisins Tsjad. Mynd: UNHCR/Colin Delfosse

Hvað með Flóttamannahjálp SÞ?

Fullyrðing: UNHCR, Flóttamannahjálpin, hefur umboð til að sinna málum flóttamanna og gæti leyst UNRWA af hólmi.

Staðreyndir málsins:  UNHCR var stofnað eftir UNRWA eða 1950 af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Það er hvorki á valdi UNHCR né UNRWA að kveða upp úr um þessi mál.

UNRWA og UNHCR gegna ólíkum hlutverkum. UNRWA veitir þjónustu beint og eru menntun og heilsugæsla kjarninn í starfinu. UNRWA veitir opinbera þjónustu. UNHCR hefur ekki umboð til að starfa með flóttamönnum þar sem UNRWA er fyrir.

Ástæða er til að benda á að það er ekki einsdæmi að flóttamannaástand vari jafn lengi og raun ber vitni í Palestínu. Til þess að flóttamenn séu fluttir tilbaka til síns heima þarf bæði samþykki flóttamannsins og heimaríkis hans. Af 29.4 milljónum flóttamanna sem nutu verndar UNHCR 2022 snéru aðeins 1.15% aftur til heimalands síns. Innan við hálft prósent fluttist til þriðja ríkis eða fengu ríkisborgararétt í gistiríkinu. Langstærstur hluti voru áfram flóttamenn þar til lausn finnst á vanda þeirra.