ESB „affrystir” greiðslur til UNRWA og eykur aðstoð við Palestínumenn

0
66
Aðstoð ESB við UNRWA og Palestínumenn er umtalsverð.
Aðstoð ESB við UNRWA og Palestínumenn er umtalsverð. Mynd UNRWA

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að greiða út 50 milljónir evra til UNRWA, Palestínuflóttamannahjálparinnar 50 milljónir Evra. Greiðslunni hafði verið frestað eða hún „fryst” vegna ásakana á hendur liðsmönnum UNRWA um þátttöku í hryðjuverkum Hamas.

„Við stöndum með Palestínumönnum á Gasa og annars staðar í heimshlutanum,” segir Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnarinnar. „Saklausir Palestínumenn ættu ekki að þurfa að gjalda fyrir glæpi hryðjuverkasamtakanna Hamas.”

Blaðamannafundur Guterres og von der Leyen.
Blaðamannafundur Guterres og von der Leyen. (Safn) Mynd: Miranda Alexander-Webber/UNRIC

Verður greiðslan innt af hendi í næstu viku. Þessu til viðbótar ætlar framkvæmdastjórn ESB að veita 68 milljónum evra til viðbótar til stuðnings Palestínumönnum og munu Rauði krossinn og Rauði hálfmanninn koma aðstoð til skila.

82 milljónir höfðu þegar verið eyrnamerktar UNRWA árið 2024 og nemur heildarupphæðin því um 150 milljónum evra.

Alls munu 125 milljónir evra renna til mannúðaraðstoðar við  Palestínumenn og verða 16 milljónir greiddar út strax í dag.

Fagnar innri rannsókn

Framkvæmdastjórnin segir í tilkynningu að hún hafi farið yfir fjármögnun sína við UNRWA í ljósi hinna alvarlegu ásakana á hendur starfsmönnum hennar 29.janúar. Tekið hafi verið tillit til aðgerða Sameinuðu þjóðanna og skuldbindinga UNRWA við framkvæmdastjórnina.

Þá fagnar framkvæmdastjórnin rannsókn Innri endurskoðunar SÞ og skipan sjálfstæðs hóps undir forystu Catherine Colonna fyrrverandi utanríkisráðherra Frakka um starf UNRWA. Enn munu endurskoðendur skipaðir af ESB fara í saumana á starfi stofnunarinnar.

Sjá einnig hér og hér.