Satt og ósatt um UNRWA – Palestínu-flóttamannahjálpina. Fyrsti hluti

0
52
Flóttabörn reyna að halda á sér hita í skýli á vegum UNRWA
Flóttabörn reyna að halda á sér hita í skýli á vegum UNRWA. Mynd: UNRWA

Fullyrðingar og staðreyndir um UNRWA. UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur brugðist við upplýsingaóreiðu og rangfærslum um starf hennar með því að svara kerfisbundið rangindum.

Rangfærslur um starf UNRWA eru ekki nýjar af nálinni, en hafa færst í vöxt eftir að stríðið á Gasa blossaði upp eftir 7.október 2023.

Hér á eftir er farið í saumana á nokkrum algengum röngum fullyrðingum um UNRWA. Í síðari hlutanum eru fleiri fullyrðingar brotnar til mergjar, sjá hér.

Fullyrðingar og staðreyndir:

Matvæladreifing UNRWA.
Matvæladreifing UNRWA. Mynd: UNRWA/Mohamed Hinnawi

10% starfsmanna hallir undir Hamas?

Fullyrðing: ýmsir fjölmiðlar hafa birt fréttir, sem hafðar eru eftir leyniþjónustum, að um 10% af starfsfólki UNRW eða um 1200 manns hafi tengsl við Hamas eða Palestínudeild Íslamska Jihad.

Staðreyndir málsins:  UNRWA höfðu ekki borist neinar upplýsingar frá Ísrael eða öðrum ríkjum um þessar fullyrðingar, en heyrt af þessu í fjölmiðlum.

UNRWA fer rækilega yfir allar starfsumsóknir og Ísrael fær nákvæmar upplýsingar um allt starfsfólk á hverju ári. Nöfnum þeirra tólf sem sakaðir hafa verið um þátttöku í hryðjuverkum var deilt með ísraelskum yfirvöldum. UNRWA hafði þar til í janúar 2024 ekki borist neinar vísbendingar frá hlutaðeigandi yfirvöldum um hvers kyns þátttöku starfsfólks í vígasveitum.

Palestínskir flóttamenn í UNRWA stúlknaskólanum í Jalazone á Vesturbakkanum
Palestínskir flóttamenn í UNRWA stúlknaskólanum í Jalazone á Vesturbakkanum. Mynd: UNRWA/Marwan Baghdadi

UNRWA gegnsýrð af hugmyndafræði Hamas?

Fullyrðing: Ísraelskir embættismenn hafa fullyrt að ekki aðeins hafi „fáein skemmd epli” verið flækt í fjöldamorð 7.október heldur sé „stofnunin gegnsýrð af róttækri hugmyndafræði Hamas.”

Staðreyndir málsins: 30 þúsund manns starfa fyrir UNRWA, þar af 13 þúsund á Gasasvæðinu. Meirihlutinn er Palestínumenn. UNRWA tekur alvarlega þá ábyrgð að starf þess og starfsfólk fylgi grunngildum Sameinuðu þjóðanna og grundvallarhugsjónum mannúðarstarfs.

UNRWA hefur alltaf tekið alvarlega ásakanir á hendur starfsfólki, þar á meðal um hlutleysisbrot. Stofnunin grípur til tafarlausra aðgerða hvenær sem starfsmaður er sakaður um að brjóta í bága við reglur. Viðurlög eru sektir, tímabundinn brottrekstur, stöðulækkun eða uppsögn.

UNRWA skóli sem notaður er sem skýli fyrir flóttamenn á Gasa.
UNRWA skóli sem notaður er sem skýli fyrir flóttamenn á Gasa. Mynd: UNRWA

Frá 2022 hafa 66 af 30 þúsund starfsmönnum UNRWA sætt rannsókn – ekki aðeins á Gasa - fyrir margs konar meint hlutleysisbrot. 66 af 30 þúsund er um 0.22% og bendir varla til að að starfsemin sé gegnsýrð.

Þetta er ásamt ýmsu öðru til rannsóknar hjá alþjóðlegum hópi sem aðalframkvæmdastjórinn skipaði fyrr í þessum mánuði og verður skýrsla hans birt í apríl 2024.

Starfsfólk er með reglubundnu millibili þjálfað og minnt á skyldur sínar samkvæmt verklagsreglum alþjóðlegra starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Þar á meðal eru takmarkanir á pólitískri þátttöku, og hlutleysi. Stuðningur við ofbeldisverk og hatursorðræða er hvort tveggja andstætt gildum Sameinuðu þjóðanna og algjörlega óásættanlegt.

UNRWA sinnir kennslu og margs konar félagslegri þjónustu fyrir palestínska flóttamenn.
UNRWA sinnir kennslu og margs konar félagslegri þjónustu fyrir palestínska flóttamenn. Mynd: UNRWA.

Sífellt nánari tengsl við Hamas?

Fullyrðing: nokkrir fjölmiðlar hafa fullyrt að tengsl UNRWA og Hamas, de facto stjórnvalda Gasasvæðisins hafi orðið sífellt nánari eftir 2007.

Staðreyndir málsins: Eins og alls staðar annars staðar í heiminum verða Sameinuðu þjóðirnar að vinna við margslungnar aðstæður, þar á meðal að starfa á svæðum undir stjórn de facto stjórnvalda eða undir stjórn vígahópa. Sameinuðu þjóðirnar eiga samskipti við allar fylkingar til að sinna þjónustu við almenna borgara og koma mannúðarstoð til skila.

Á Gasasvæðinu snúast samskipti Sameinuðu þjóðanna við de facto yfirövld um það eitt að koma mannúðaðstoð til skila og tryggja öryggi starfsfólks. Þegar átök standa er stofnunin í stöðugu sambandi við ísraelsk stjórnvöld og de facto yfirvöldin samtímis til að greina frá heyfingum á starfsfólki og verkefnum.

Ahlam (til vinnstri) ásamt starfsmönnum Marib-vörugeymslunnar í Khan Younis í suðurhluta Gasasvæðisins.
Ahlam (til vinnstri) ásamt starfsmönnum Marib-vörugeymslunnar í Khan Younis í suðurhluta Gasasvæðisins. Mynd: UNRWA/Mohammed Hinnawi

Kemst Hamas yfir mannúðaraðstoð?

Fullyrðing: Aðstoð frá UNRWA lendir í höndum Hamas.

Staðreyndir málsins: UNRWA er hvorki kunnugt um, né hafa stofnuninni borist áþreifanlegar ábendingar um, að Hamas eða aðrir vígahópar hafi kerfisbundið lagt hald á hjálpargögn á Gasa. UNRWA myndi fordæma slíkt og láta veitendur aðstoðar vita til að ákveða næstu skref.

Sameinuðu þjóðirnar þurfa að glíma við margslungnar aðstæður á átakasvæðum víða um heim. Þar á meðal er að koma mannúðaraðstoð til skila þar sem uppreisnarmenn eru de facto stjórnvöld.

Börn í Khan Yunis.
Börn í Khan Yunis. Mynd: UNRWA/ Mohamed Hinnawi

UNRWA hefur eftirlit með aðstoð. Stofnunin notast ekki við milliliði og hefur því fulla stjórn á allri dreifingarkeðjunni frá því tekið er við aðstoð við landamæri Gasa, vörunni komið fyrir á lagerum og síðan komið til dreifingarstöðva. Loks er aðstoð komið til þiggjenda samkvæmt fyrirfram ákveðnum lista og í samræmi við þarfir.

Allir flutningar aðstoðar (þar á meðal eldsneytis) eru skipulagðir með vitund stríðandi fylkinga, þar á meðal ísraelskra yfirvalda. Þetta er gert til að freista þess að greiða fyrir flutningum og tryggja öryggi starfsfólks.

Matvælaastoð í dreifingarstöð í Khan Younis í Suður-Gasa.
Matvælaastoð í dreifingarstöð í Khan Younis í Suður-Gasa. Mynd: UNRWA/ Mohammed Hinnawi

Vopnageymslur og gangagröftur?

Fullyrðing: Hamas hefur geymt vopn í skólum UNRWA og grafið göng undir húsnæði þess án þess að stofnunin hafi hreyft legg né lið.

Staðreyndir málsins: Þess hafa verið dæmi frá því um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar að vopnaðir menn úr röðum beggja fylkinga hafi rofið hlutleysi mannvirkja UNRWA, sem njóta verndar alþjóðalaga. Þeir hafa ruðst inn í byggingar eða notað þær í hernaðarskyni. UNRWA hefur kerfisbundið fordæmt slíka misnotkun húsnæðis Sameinuðu þjóðanna. Hér má sjá dæmi þess að UNRWA fordæmdi þegar eldflaugum var komið fyrir í skólum stofnunarinnar.

Drengur með kettling innanum rústir á Gasa.
Drengur með kettling innanum rústir á Gasa. Mynd: UNRWA

UNRWA hefur, í hvert skipti sem þess verður vart að hlutleysi mannvirkja hefur verið rofið, þar á meðal þegar vígahópar hafa falið skotfæri, mótmælt við de facto stjórnvöld á Gasa. Einnig hefur upplýsingum verið komið til Ísraela, palestínskra yfirvalda, og aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.

Á ársfjórðungs fresti er gerð úttekt til að tryggja að mannvirki séu ekki notuð til annars en starfs UNRWA, þar séu ekki vopn og engin pólitísk vígorð krotuð á veggi.

Sérstaklega þjálfað starfsfólk sér um úttektirnar á nærri eitt þúsund stöðum, ekki aðeins á Gasa og herteknum svæðum Palestínu, heldur einnig í Líbanon, Sýrlandi og Jórdaníu. Á öðrum og þriðja ársfjórðungi 2023 var farið yfir 99% mannvirkja UNRWA og allra á Gasa í september 2023. Þegar átök brjótast út og óöryggi ríkir hefur stofnunin síður möguleika á að framkvæma slíkar kannanir.

Börn í skóla UNRWA.
Börn í skóla UNRWA. Mynd: UNRWA.

Hatursáróður í skólabókum?   

Fullyrðing: Skólar UNRWA á herteknum svæðum í Palestínu nota bækur frá palestínskum yfirvöld. Oft og tíðum eru hryðjuverkamenn lofaðir og  breitt út hatur gegn Ísrael.

Staðreyndir málsins: UNRWA notar vissulega bækur útgefnar af yfirvöldum á hverjum stað. UNRWA fer yfir allar skólabækur til þess að greina hvaðeina sem ekki er í samræmi við gildi Sameinuðu þjóðanna og kennslustaðla UNESCO. UNRWA líður enga hatursorðræðu eða hvatningu til mismununar eða ofbeldis. Óháðir alþjóðlegir sérfræðingar hafa lagt blessun sína yfir þá menntun sem UNRWA veitir nemendum.

Notkun námsskráa gistiríkis eru reglan í starfi Sameinuðu þjóðanna þegar flóttamenn eru annars vegar. Þetta skiptir máli því til dæmis í Líbanon nær kennsla UNRWA einungis fram á unglingsár.

Nemendur í einum af skólum UNRWA
Nemendur í einum af skólum UNRWA. Mynd: UNRWA

UNRWA auðgar námsskrárnar með því að bæta við kennslu í Mannréttindum, lausnum deilna og umburðarlyndi.

Kennarar UNRWA eru þjálfaðir í að glíma við hvers kyns álitamál og búa yfir leiðbeiningum frá stofnuninni um hvernig bregðast skuli við. Við notkun kennsluefnis frá palestínskum yfirvöldum vísa kennarar UNRWA kerfisbundið til samþykkta Sameinuðu þjóðanna og stefnu í málefnum á borð við hersetuna, landamæri, múrinn og fleira. UNRWA hvorki getur, né hefur umboð til, að sætta afstöðu Ísraela og Palestínumanna.

Samkvæmt alþjóðlega viðurkenndu mati til dæmis á vegum Alþjóðabankans og Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, er menntun UNRWA á meðal þess besta sem gerist í heimshlutanum og kostnaður hinn minnsti á hvern nemanda.

Þetta er fyrri grein af tveimur um sama efni.

Sjá umfjöllun um starf UNRWA hér