Matargjafir hafnar á ný til sýrlenskra flóttamanna

0
504

syria-lifeline-440x220

9.desember 2014. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) tilkynnti í dag að mataraðstoð væri hafin á ný til landflótta Sýrlendinga í nágrannlöndunum eftir velheppnaða fjársöfnun í heiminum.

Sjötíu og tveggja tíma söfnunarátak tókst vonum framar og safnaðist meir en þær 64 milljónir dollara sem stefnt var að. Sýrlenskir flóttamenn í Líbanon, Jórdaníu, Tyrklandi, Írak og Egyptalandi fá andvirði 30 dala á mann hlaðið á sérstök greiðslukort sem gerir þeim kleift að kaupa mat í verslunum.

Hætta varð mataraðstoð við 1.7 milljón sýrlenskra flóttamanna 1.desember þegar sjóðir WFP voru þurrausnir. Matvælaaðstoðin biðlaði þá til almennings, einkageirans og ríkisstjórna og var notast við vígorðið #ADollarALifeline á samskiptamiðlum sem voru þungamiðja söfnunarinnar.

Alls söfnuðust 80 milljónir dollar en stefnt var að þvi´að safna 64 milljónum á aðeins 72 tímum en sú upphæð nægir til að brauðfæða flóttamennina í desember og afgangurinn nýtist í janúar.
Söfnun WFP er enn opin: http://www.wfp.org/ForSyrianRefugees .