Sjálfbær þróun:

0
724

 Taka verður gjald fólksins og umhverfisins með í reikninginn

WomenLeiðtogum heimsins ber nú meir en nokkru sinni, að einblína á það sem skiptir mestu:  þanþol íbúa og umhverfis til lengri tíma litið. Þetta er áskorun nefndar tuttugu og tveggja málsmetandi einstaklinga sem Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skipaði til að gera úttekt á Sjálfbærni jarðar í skýrslu sem kynnt er í dag í Addis Ababa í Eþíópíu. Í skýrslunni: “L’ifseigt fólk, lífseig jörð” er hvatt til þess að félagslegur- og umhvefislegur kostnaður verði tekinn með í reikninginn þegar efnhagsleg virkni er metin og gjaldfærð.

Hvatt er til þess að tilteknir mælikvarðar um sjálfbæra þróun verði teknir upp til viðbótar hefðbundnu mati á þjóðarframleiðslu. Mælt er með því við ríkisstjórnir að þær þrói og taki upp nokkur Sjálfbær þróunarmarkmið í því skyni að fylka liði á heimsvísu og auðvelda að hægt sé að meta árangur. .  

Tuttugu og tveggja manna nefndin sem framkvæmdastjórinn skipaði í ágúst 2010 til að semja uppkast að vegvísi fyrir sjáflbæra þróun og kolefnasnauða velmegun, var stýrt í sameiningu af Tarja Halonen, forseta Finnlands og Jacob Zuma, forseta Suður-Afríku. 56 ráðleggingar er að finna í lokaskýrslunni.   

“Leiðtogar eru í hugmyndaleit á þessum erfiðu tímum þegar við blasir möguleiki á dýpri heimskreppu,” segir Zuma, forseti. “Skýrsla okkar tekur af allan vafa um að sjálfbær þróun er mikilvægari en nokkru sinni þegar heimurinn stendur frammi fyrir margs konar kreppu.”

Halonen, forseti lagði áherslu á að setja fólk í öndvegi í viðleitni til að stuðla að sjálfbærri þróun. “Uppræting fátæktar og aukinn jöfnuður ættu að vera áfram forgangsatriði hins alþjóðlega samfélags,” segir Halonen. “Nefndin telur að valdefling kvenna og aukinn hlutur þeirra í efnahagslífinu vegi þung í sjálfbærri þróun.”

Framkvæmdastjórinn sagði þegar hann tók við skýrslunni að sjálfbær þróun væri forgangsatriði á öðru kjörtímabili hans í embætti.
 
Skýrsla hinna hátt settu einstaklinga er þýðingarmikið framlag til starfs Sameinuðu þjóðanna á sviði sjálfbærrar þróunar og tímabært framlag í undirbúningi fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (Rio+20) í Brasilíu í júni í ár.   

Í tuttugu og tveggja manna nefndinnni voru meðal annars núverandi og fyrrverandi þjóðhöfðingjar, ráðherrar og fulltrúar einkageirans og borgaralegs samfélags.  

Auk formannanna má nefna Norðurlandabúana Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, Gunilla Carlsson, ráðherra alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Svíþjóðar og Danann Connie Hedegaard, sem stýrir loftslagsaðgerðum í framkvæmdastjórnEvrópusambandsins